Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1986, Síða 38

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1986, Síða 38
38 SKIPULAGSSKRIFSTOFA HÖFUDBORGARSVÆÐISINS 1 1986 Ragnhildur Skarphéðinsdóttir landslagsarkitekt ALDRAÐIR: UMHVERFI OG ÚTIVIST r A W^k. seinni árum hafa orðið víð- tækar breytingar á atvinnumálum, frístundum og ekki síst fjölskyldu- háttum íslendinga. Þar er mikil- vægast að fjölskyldan er nú miklu minni en áður var. Oftar en ekki vinna nú foreldrarnir báðir úti, svo að unnt sé að standast lífsþægindakröfur nútímans. Börnin eru ýmist vistuð á vöggustofum, dagheimilum eða leikskólum. Afar og ömmur búa nú ekki lengur á heimilum barna sinna og barna- barna. Aldraðir hafa þannig ein- angrast æ meir frá hinu daglega lífi og samvistum við aðra aldurshópa. Árið 1979 var nefnt alþjóðlegt barnaár. Árið 1982 var helgað öldruðum og baráttunni fyrir aukinni velferð þeirra. Það varð tími vakningar og skipulagningar, - málefnum aldr- aðra. Félagslegar aðstæður eldra fólks eru um margt misjafnar og heilsufars- ástand þess oft ólíkt. Nauðsylegt er að gera sér grein fyrir því, að ein- ungis lítill hópur aldraðra þarf á beinni aðstoð að halda. Sá hópur dvelst gjarnan á stofnunum, þar sem kostur er á margþættri þjónustu. Þjónusta sú, sem þjóðfélagið veitir öðrum hópum aldraðra, þ.e. þeim sem geta lifað sjálfstæðu lífi, felst einkum í því að tryggja að þeir geti, svo sem mest má verða, verið öðr- um óháðir. Öllum er Ijós nauðsyn hollrar og góðrar útivistar. í kjölfar bættrar af- komu og aukinna frístunda hafa kröfur um endurbætur á umhverf- inu, svo sem á aðstöðu til tóm- stunda og íþróttaiðkana, og fegrun og frágang grænna svæða, orðið æ meiri. Umhverfið. þarf að vera svo fjölbreytt og sveigjanlegt, að hver einstaklingur geti sinnt þar hinum ólíklegustu hugðarefnum. Kjörorðið ætti að vera: „Umhverfi og útivist fyrir alla". Það sést, þegar litið ertil Reykjavík- ur undanfarinna ára, að áherslu- þungi skipulagsmálanna hefur ann- ars vegar verið á byggingu íbúðar- húsnæðis og hins vegar á uppbygg- ingu samgöngukerfis fyrir hraða um- ferð, enda komast núorðið flestir skjótlega og auðveldlega út úr borg- inni, vilji þeir njóta útiveru. Ýmsir minnihlutahópar verða þó út- undan. Til þessara hópa teljast margir aldraðir og fatlaðir. Fyrir þessa minnihlutahópa er lífsnauðsynlegt, að innan borg- arinnar og í nánasta umhverfi þeirra, sé að finna útivistarsvæði, þar sem þeir geta sinnt áhugamálum sínum. Öldruðum er útivist og útivera aílt í senn: heilsuvernd, félagsstarf og tómstundaiðkun. Við skipulagningu og framkvæmd verður að leggja áherslu á, að grænu svæðin og sú starfsemi, sem þar fer fram, sé sem aðgengilegust fyrir alla. Hér er ekki einungis átt við það, að svæðin séu nálægt hvert öðru, heldur einnig að starfsemi þeirra sé ekki svo fastbundin við ákveðna hópa eða félög, að allur almenningur finni sér þar ekki rúm eða félagsskap. Hinn aldraði þarf að finna fyrir hvatningu, löngun og vilja til að njóta útivistar. Hann þarf að finna til þess að hann sé velkominn í um- hverfi sínu. Umhverfið þarf að skipuleggja þannig, að virk þátttaka eldra fólks fari af stað, en ekki þann- ig, að það sé aðeins óvirkir þiggj- endur. Aldraðir þurfa að finna fyrir öryggi og vellíðan. Fyrst og fremst þarf að forða fólki frá félagslegri ein- angrun og koma í veg fyrir einmana- kennd. En engin ein lausn hentar öllum. Lóð dvalarheimilis aldraðra við Dal- braut í Reykjavík var fyrsta svæðið, sem skipulagt var samkvæmt alþjóð- legum staðli, er sérstaklega tók mið af þörfum aldraðra. Þar hafa aldr- aðir, hvort sem þeir eru gangandi eða í hjólastól, greiðan aðgang um allt svæðið eftir upphituðum og vel- lýstum göngustígum. Á góðum og sólríkum stað við aðalinngang húss- ins er dvalarsvæði vistmanna með fallegum gróðri, blómum og set- laug. Bekkjum hefur verið komið fyrir við alla innganga hússins og á víð og dreif um garðinn meðfram stígunum. Stutt er í allar verslanir, þjónustu og strætisvagna, að ógleymdum sund- laugunum í Laugardal. Er öll þjón- usta og aðbúnaður við aldraða í hverfinu mjög til fyrirmyndar.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.