Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Page 9
í SMIÐJU ÍSALANDS FORMA
Ibúar ísalands hafa byggt sér hreiður og skjól af jarðefn-
um um þúsund ár og lifað af í köldu landi. í hverju landi
þróast lífvist mannsins í samræmi við aðstæður, sem þar
rfkja og hvergi annarstaðar. Hin íslenska lausn er í sjálfu sér
hvorki vond né góð frekar en tilveran sjálf eða tungan sem ég
tala en hún er knúin fram af einhvers konar nauðsyn og er lík
einstöku íslensku blómi, sem aðeins gat vaxið hér.
Nú spyr ég: Vilja landar mínir að þeirra blóm lifi? Vilja þeir
vökva það og næra á meðal þeirra suðrænna blóma, sem nú
þykja skondin eins og tíska blæs eða svokallaður smekkur?
Danskur arkitekt sem kom hingað fyrir 300 árum leit í
kringum sig og sá engin hús. Hann hafði vanist því að hús
væru byggð upp í loftið. Hann segir: Á íslandi er enginn arki-
tektúr. Menn búa niðri í jörðinni og grafa sig inn í hóla og
hæðir eins og refir og mýs. Hinn góði dannebrogsmaður sá,
eins og mönnum er kært, aðeins það sem hugmyndaheimur
hans leyfði að væri sýnilegt. Spekingur eins og margir miðl-
ungslærðir menn, eða var það forritið sem blindaði hann?
Hið forna lá
Sú aðferð að byggja hús af jarðefnum náttúrunnar á sér við-
líka sögu og hreiðurgerð fuglanna. Enginn veit uppruna þess.
Hinar fyrstu menjar um líf mannsins í árdaga eru bundnar við
steintök, hella og grjótbyrgi. Ekki verður það rakið hér
hvernig byggingarhefð vesturvíkinga og Kelta er ættuð af
ARKITEKTÚR OG SKIPULAG