Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Síða 10

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Síða 10
Eddu steinaldar og tíma steintaka. Víst skal það fullyrt að svo sem að á íslandi varðveitast Edduljóð, hinn elsti texti og merkilegasti-af germönskum meiði, svo hafa einnig Islending- ar einir borið gæfu til að varðveita eitthvað af hinni elstu byggingaverkmenningu vestrænna þjóða. Skoðið borghlaðin hús, íslensk hellamannvirki, timbur, torf og grjóthandverkið í skálum og gangabæjum. Sjáið vörður, garða og byrgi upp um fjöll og firnindi! Skoðið hin óumræðilega hugsunarlausu form formlaus í formleysu íslenskrar náttúru. Náttúrufræðin, vistfræði, umhverfismál, fagurfræði húsa og garða og hagkvæmni byggingarlistar eru allt hugtök, sem í heila mínum tengjast öðrum klasa minnis og heilafrumna, sem er hið íslenska torf, grjót og viðarverk. Hvar má sjá í heimi hér, jafnt í heimi rómantískra tilfinninga og hugmynda sem og í heimi náttúrunnar og á rannsóknarblöðum um vistfræði og hringrásarmódel lífrænna og ólífrænna efna og ennfremur í fegurstu draumum umhverfislistar, meiri fegurð og elsku og jafnvægi í samskiptum manns og náttúru en íslenskan torfbæ í fjallasal náttúruríkisins? I þúsundir ára var þessi bygging að þróast og laga sig að umhverfinu. Á hún þá heima hér eða eru dagar hennar senn taldir? Pær tilraunir sem á 20. öld hafa verið gerðar með húsagerð- arlist og stundum eru kynntar sem ISLENSKUR ARKI- TEKTUR með stórum stöfum í anda áðurnefnds Dana eru meira og minna nauðgun við náttúruform landsins. I mínum augum hlýtur íslenskt mannvirki ef það á að standa undir nafni að taka mið af því sem fyrir er. Nútíma byggingarlist á íslandi stendur þá fyrst undir nafni að við sjáum hús og land sem eitt. Við lítum yfir landið og við sjáum músík, öldur, hrynjanda, kletta, hvort heldur í borg eða eyðidal. Torfið og grjótið kunna að dansa. Hleðsluveggirnir geta streymt í mjúk- um og snöggum bogum eins og vatn, foss, klettur. Glerið spil- ar rullu kletta, kristals eða foss. Timburverkið tjáir þrá okkar að græða landið, frjóvga jörðina, „vaxa og vel hafast“. Eins og náttúran tjáir sig í dag þá er hún spör á skógarvöxt. Við felum ekkert í skeggi skóga hér. Ef við skipuleggjum legóbyggð, krabbamein, vörtur og sár þá blasir óskapnaðurinn við svo lengi sem hann liggur óbættur. Mér er kært að skoða umhverf- ismótun út frá svonefndum frumefnum, þ.e. loft, jörð, eldur og vatn, þegar leitað er jafnvægis í formhönnun. Um það hef ég ritað annarstaðar og vísa til tímaritsins Gróður og garðar. Dögun Fáeinar velviljaðar tilraunir með jarðefnin í tengslum við ungefnin hafa birst á seinni árum. Og það er þá ekki einasta torf á þak eða veggur upp að venjulegu steinhúsi, heldur heil hugsun í form, þar sem jarðefnin spila fullkomna laglínu við stein, gler og við. Þar má nefna Högnu, einnig Einar Þorstein með garðbýlishúsið sitt, sem ég þykist eiga hugmyndalega þátt í og hef kallað borg eftir hefðinni, og nú seinast Manfreð með Ferðamiðstöðina í Laugardal. Auðvitað eru fleiri blóm í eyði- mörk af nóbodýstíl og fleiru úr framandi löndum. Hvað fáir sjá en finna má Enn eitt svæði vil ég minnast á sem ég hef oft á tíðum sótt heim. Það er ríki hugans og drauma. Það eru innlönd hugans og lönd álfa og vætta sem ég vil að séu taldir með í umræðu um íslenskan arkitektúr. Hér finn ég uppsprettu af ekki minni hreysti og frjósemi en þrír áðurtaldir megininspirasjónsþættir listarinnar að forma umhverfið. Eggið utan um lífveruna, skelina. Þessir áðurnefndu þættir eru ef ég hef ekki talað skýrt: 1. Náttúran. 2. Aðferðir feðranna. 3. Framlag 20. aldar (að ýmsu smálegu undanskildu). Og svo bæti ég við innsæisheimum í n. veldi nr. 4. Nú þegar ég horfi til fjalla og festi sjónum eina af hundruð klettaborgum hins mikla hugsuðar er þar borg álfa í gullnum bjarma, eins konar ævintýraborg líkt og í villtustu ímyndun. Og þar eru torfhleðslur, bogar, spírur og skálar af ætt ósagðra vísindaskáldsagna. Er þá til allt sem sýnist og jafnvel annað til? ■ Tryggvi Hansen © ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.