Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Blaðsíða 17

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Blaðsíða 17
Viðeyjarstofa Ljósmynd Gunnar Andrésson Stefnumörkun Þeirri hugmynd hefur verið hreyft, hvort unnt sé að móta ís- lenska stefnu í húsverndunarmálum. Mér hefur reyndar lengi fundist eðlilegt varðandi þau hús, sem hér um ræðir og öll eiga rætur sínar að rekja til Kaupmannahafnar, að við not- færðum okkur reynslu Dana að því marki, sem okkur þykir henta. Hins vegar eru hugmyndir aðkallandi að því er tekur til varðveislu á íslenskri húsagerðarlist og sérkennum hennar. Eg vil að lokum drepa á fáein atriði, sem mér finnst brýnt að hafa í huga, þegar vikið er að heildarstefnu í húsverndun- armálum. í fyrsta lagi þarf að stórauka fjárveitingar ríkisins til endur- reisnar gamalla húsa og tryggja, að jafnan liggi nægjanlegt fé á lausu, áður en framkvæmdir hefjast, svo að ekki þurfi að koma til þess að verk sem í eðli sínu eru viðkvæm og krefjast nákvæmni í útfærslu séu stöðvuð eða þau dagi beinlínis uppi, eins og dæmi eru um. I öðru lagi hefur reynslan sýnt, að farsælt er að skipa nefnd, sem starfar í umboði verkkaupa við að undirbúa framkvæmdir og hafa með þeim umsjón. Nefndarmenn þurfa að hafa for- sendur til að geta markað stefnuna í samvinnu við hönnuði. Því skýrari og afdráttarlausari sem stefnan er, því betra, og æskilegt er að geta sérstaklega þeirra þátta sem aðilar koma sér saman um að leggja áherslu á við framkvæmd verksins. Varðandi hönnunarþáttinn er vert að minna á, að auk al- mennrar menntunar í húsagerðarlist er æskilegt að arkitekt- inn, sem ráðinn er til að hanna endurbygginguna, hafi stað- góða þekkingu á sögu og þróun húsbygginga, ekki síst þegar samræma þarf notagildi og minjagildi gamalla húsa. f>á er ekki síður mikilvægt að gæta þess, að sami aðili hafi með höndum byggingarannsóknir, hönnun og endanlegt val lita og hús- gagna, ef tryggja á að fyllsta samræmis sé gætt. I fjórða lagi er ástæða til að minna á þátt sem oft vill gleym- ast en skiptir samt sköpum um endanlegan árangur, en það er hlutur handverksmannsins. Á síðari árum hafa menn í vax- andi mæli dustað rykið af gömlum byggingarefnum og aðferð- um fyrri tíma, um leið og tiltrú þeirra á ýmsum nýrri bygging- arefnum hefur minnkað. Þessi stefnubreyting kallar að sjálf- sögðu á aukna sérhæfni í störfum iðnaðarmanna. Víðast hvar í þéttbýli eru þessi mál reyndar í góðu horfi, en annars staðar þarf að gera átak til að svara auknum kröfum um gæði hand- verksins. I síðasta lagi er rétt að ítreka enn einu sinni, hversu nauð- synlegt er að halda húsunum við af natni og kostgæfni. Endur- reisn húsanna lýkur aldrei á einhverjum ákveðnum lokadegi, heldur þarf sífellt að halda í horfinu, eða eins og Skúli Magn- ússon orðaði það í bréfinu forðum um Viðeyjarstofu: „ Det er Öyensynligt, at denne bygning skal have og behöve aarlig vedligeholdelse.“ Þessi niðurstaða Skúla er enn í fullu gildi. ■ Þorsteinn Gunnarsson ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.