Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Qupperneq 17
Viðeyjarstofa Ljósmynd Gunnar Andrésson
Stefnumörkun
Þeirri hugmynd hefur verið hreyft, hvort unnt sé að móta ís-
lenska stefnu í húsverndunarmálum. Mér hefur reyndar lengi
fundist eðlilegt varðandi þau hús, sem hér um ræðir og öll
eiga rætur sínar að rekja til Kaupmannahafnar, að við not-
færðum okkur reynslu Dana að því marki, sem okkur þykir
henta. Hins vegar eru hugmyndir aðkallandi að því er tekur til
varðveislu á íslenskri húsagerðarlist og sérkennum hennar.
Eg vil að lokum drepa á fáein atriði, sem mér finnst brýnt
að hafa í huga, þegar vikið er að heildarstefnu í húsverndun-
armálum.
í fyrsta lagi þarf að stórauka fjárveitingar ríkisins til endur-
reisnar gamalla húsa og tryggja, að jafnan liggi nægjanlegt fé á
lausu, áður en framkvæmdir hefjast, svo að ekki þurfi að
koma til þess að verk sem í eðli sínu eru viðkvæm og krefjast
nákvæmni í útfærslu séu stöðvuð eða þau dagi beinlínis uppi,
eins og dæmi eru um.
I öðru lagi hefur reynslan sýnt, að farsælt er að skipa nefnd,
sem starfar í umboði verkkaupa við að undirbúa framkvæmdir
og hafa með þeim umsjón. Nefndarmenn þurfa að hafa for-
sendur til að geta markað stefnuna í samvinnu við hönnuði.
Því skýrari og afdráttarlausari sem stefnan er, því betra, og
æskilegt er að geta sérstaklega þeirra þátta sem aðilar koma
sér saman um að leggja áherslu á við framkvæmd verksins.
Varðandi hönnunarþáttinn er vert að minna á, að auk al-
mennrar menntunar í húsagerðarlist er æskilegt að arkitekt-
inn, sem ráðinn er til að hanna endurbygginguna, hafi stað-
góða þekkingu á sögu og þróun húsbygginga, ekki síst þegar
samræma þarf notagildi og minjagildi gamalla húsa. f>á er ekki
síður mikilvægt að gæta þess, að sami aðili hafi með höndum
byggingarannsóknir, hönnun og endanlegt val lita og hús-
gagna, ef tryggja á að fyllsta samræmis sé gætt.
I fjórða lagi er ástæða til að minna á þátt sem oft vill gleym-
ast en skiptir samt sköpum um endanlegan árangur, en það er
hlutur handverksmannsins. Á síðari árum hafa menn í vax-
andi mæli dustað rykið af gömlum byggingarefnum og aðferð-
um fyrri tíma, um leið og tiltrú þeirra á ýmsum nýrri bygging-
arefnum hefur minnkað. Þessi stefnubreyting kallar að sjálf-
sögðu á aukna sérhæfni í störfum iðnaðarmanna. Víðast hvar í
þéttbýli eru þessi mál reyndar í góðu horfi, en annars staðar
þarf að gera átak til að svara auknum kröfum um gæði hand-
verksins.
I síðasta lagi er rétt að ítreka enn einu sinni, hversu nauð-
synlegt er að halda húsunum við af natni og kostgæfni. Endur-
reisn húsanna lýkur aldrei á einhverjum ákveðnum lokadegi,
heldur þarf sífellt að halda í horfinu, eða eins og Skúli Magn-
ússon orðaði það í bréfinu forðum um Viðeyjarstofu: „ Det er
Öyensynligt, at denne bygning skal have og behöve aarlig
vedligeholdelse.“
Þessi niðurstaða Skúla er enn í fullu gildi. ■
Þorsteinn Gunnarsson
ARKITEKTÚR OG SKIPULAG