Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Side 19
Húsavernd Þjóðminjasafns
Hjallur í Vatnsfirði í N-ísafjarðarsýslu. (Ljósmynd í eigu Þjóðminjasafns)
Einn mikilsverðasti þátturinn í starfsemi Þjóðminjasafns
íslands er viðhald og varðveizla gamalla bygginga og
sá þáttur, sem kostar mest fjármagn.
Það var þó talsvert liðið á daga safnsins er hafizt var handa
um byggingavernd. - Sigurður málari Guðmundsson, sem
með sanni er nefndur upphafsmaður safnsins, hafði þó mikinn
áhuga á fornri húsagerð. Á þeim tíma voru samt engin tök á
varðveizlu bygginga: safnið sjálft var rétt að vaxa úr grasi og
mátti með réttu kallast forngripasafn eingöngu, en Sigurður
teiknaði í minnisbækur sínar hugmyndir um fornbyggingar og
dró upp ýmiss konar forna húsaviði og skraut, sem hann sá
eða hafði spurnir af, og reyndi á sinn hátt að gera sér grein
fyrir byggingum, sem þeir höfðu tilheyrt.
Það var þó ekki fyrr en 1914 að fyrst er gert hér átak til að
bjarga fornum byggingararfi og varðveita hann. Það ár fékk
þjóðminjavörður nokkra fjárhæð á fjárlögum til að leggja til
endurbyggingar hins forna skála á Keldum á Rangárvöllum,
sem þá var hluti jarðarinnar en komst síðar í eigu safnsins.
Um sama leyti reyndi þjóðminjavörður að koma til leiðar
varðveizlu forns og merkilegs stofuhúss á Espihóli í Eyjafirði,
og 1921 gekkst hann fyrir fjársöfnun til viðgerðar Bessastaða-
kirkju, sem þá var bændakirkja.
Árið 1924, er Hóladómkirkja hafði verið tekin á fornleifa-
skrá og afhent safninu, lét það gera rækilega við hana og færa
til upphaflegs vegar eftir því sem unnt reyndist. - Þar með má
segja að hefjist þessi varðveizluþáttur, sem síðan hefur aukizt
sífellt allt til þessa dags. Síðan tók við björgun Víðimýrar-
kirkju og annarra torfkirkna og torfbæjanna stóru, en þessi
hús voru þá sem óðast að falla úr notkun með því að járn-
aldarþjóðfélagið forna var að líða undir lok.
Þessi varðveizluþáttur hefur síðan þróazt stöðugt. Brátt
kom að varðveizlu hinna elztu timburhúsa, kirkna, steinhúsa
og annarra bygginga frá 18. og 19. öld og er nú svo komið að
safnið á eða hefur tekið að sér umsjá og varðveizlu húsa á 22
stöðum á landinu. Er oft um að ræða stórar byggingarheildir,
heila bæi með mörgum húsum og oft útihúsum að auki. Væri
hvert hús talið fyrir sig myndu þau nema hundruðum.
Veruleg umskipti urðu með þjóðminjalögunum 1969 er sér-
stök Húsafriðunarnefnd var skipuð til að segja fyrir um varð-
veizlu og friðlýsingar bygginga. 1975 urðu enn mikil umskipti
er Húsafriðunarsjóður var stofnaður til að veita styrki til við-
gerðar og endurbyggingar friðaðra og annarra varðveizlu-
verðra húsa.
Á undanförnum áratugum hefur Þjóðminjasafnið stuð'að
ARKITEKTÚR OG SKIPULAG