Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Page 21

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Page 21
Klukknaport, Möðruvöllum í Eyjafirði (Ljósmynd í eigu Þjóðminjasafns) beint eða óbeint að varðveizlu fjölda gamalla og merkilegra bygginga, sem ekki eru í þess eigu. Hefur það gerzt með bein- um fjárstyrkjum á fjárlögum sem safnið beitir sér fyrir að afla, hvatningu og ráðgjöf á annan hátt, en að þessu leyti vegur þó drýgst þáttur Húsafriðunarnefndar, sem ræður Húsafriðunar- sjóði. Auk byggingarstyrkja kostar sjóðurinn faglega ráðgjöf og umsjón viðgerðar. Er þá einkum um að ræða hús í einka- eign eða í eigu félagasamtaka eða safnaða, þar sem síður er talið eðlilegt að veita styrki til bygginga í eigu hins opinbera, sem betri tök hefur á varðveizlu húsakosts síns. Byggingar þessar, sem þannig eru varðveittar, eru dreifðar út um allt land. Það eru kirkjur, bæði steinkirkjur 18. og 19. aldar og torfkirkjur og timburkirkjur frá 19. öld og jafnvel eldri, torfbæir frá 19. og 20. öld, íbúðarhús af timbri frá 19. og 20. öld, hjallar, smíðahús og hvers kyns vinnuhús og bygging- ar af öðru tagi frá 19. og 20. öld. Það sem ráðið hefur vali þeirra bygginga, sem Þjóðminja- safnið sjálft varðveitir, er einkum sögulegt eða menningar- sögulegt gildi þeirra. Oft er um að ræða hús, sem fallin eru úr eðlilegri notkun, svo sem torfbæir og kirkjur, og eru þó sumar torfkirkjurnar enn í notkun sem sóknarkirkjur, en einnig timburkirkjur og önnur eyðihús, sem gildis síns vegna hefur þótt brýnt að varðveita og vernda. Er enda oft um að ræða síðustu húsin, sem til eru af þeim byggingargerðum, sem áður voru algengar og einkennandi en nú væru algerlega horfnar ef ekki hefði verið brugðið við og ráðizt í varðveizlu þeirra. Reynt er að hagnýta þessi hús á einhvern hátt. Flest eru þau til sýnis almenningi. Kirkjurnar eru til almenns guðsþjónustu- halds, þótt í sumum sé sjaldan messað, í stóru torfbæjunum sumum eru byggðasöfn og einstöku önnur hús eru geymslur eða þar einhvers konar vinnuaðstaða, en öll eru þau að vísu ekki fullviðgerð og bíða framtíðarhlutverks síns. Þau hús, sem Húsafriðunarsjóður hefur styrkt viðgerð á, eru hins vegar flest í eðlilegri notkun, svo sem íbúðarhús og kirkjur, en önnur hafa fengið nýtt hlutverk, svo sem verzlun- arhús, veitingahús, söfn eða sumardvalarhús. Megináherzla er lögð á að fá húsunum eitthvert eðlilegt hlutverk, enda er autt og yfirgefið hús í sífelldri hættu. Auk þess getur verið erfitt á stundum að réttlæta viðgerð húss, sem ekki er síðan fengið ákveðið hlutverk. Það verður ekki sagt, að við Islendingar höfum verndað þennan þátt menningararfs okkar vel, þrátt fyrir söguáhuga og að almenn menntun hafi alla tíð staðið á háu stigi. Lengi vel voru flest hús byggð af vanefnum og af lítt varanlegu efni og viðhaldi oftast ábótavant. Og þá er ný byggingartækni kom til sögu tóku menn henni fegins hendi og reistu hús með hinni nýju tækni og af nýjum byggingarefnum, sem menn töldu jafn- vel myndu standast til eilífðar. Fólki voru það ólýsanleg við- brigði að geta horfið frá lágum, lekum og saggafullum torf- húsum, köldum timburhúsum eða slagandi steinkirkjum til vel einangraðra og hlýrra steinsteyptra húsa, sem menn töldu sig jafnvel vera að byggja fyrir margar kynslóðir og að aldrei þyrftu síðan teljandi viðhald. Gömlu byggingarnar voru hins vegar rifnar flestar eða féllu ofan í sjálfar sig. En þær tiltölulega fáu, sem náðst hefur að varðveita, eru ekki aðeins menningarsögulegar heimildir og minnismerki um fyrri tíðar byggingar- og lifnaðarhætti, heldur vekja þær einnig nú á tímum forvitni og verðskuldaða athygli íslendinga og útlendinga er þær skoða. En hér er um að ræða sama þátt í vernd menningarminja og hvarvetna er unnið að í heiminum og nú þykir jafnsjálfsögð og náttúru- og umhverfis- vernd, enda víða talinn hluti af henni. ■ Þór Magnússon. ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.