Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Blaðsíða 25

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Blaðsíða 25
i i iiiiimiHlltT Amtsbókasafnið á Akureyri Sagt frá verðlaunatillögum í samkeppni Amtsbókasafnið á Akureyri var stofnað árið 1827 og er því rösklega 160 ára. í upphafi hét það Bókasafn Norður- og Austuramtsins, en hafði aðsetur á Akur- eyri, eins og verið hefur ætíð síðan. Amtsbókasafnið hefur ávallt verið ein af virtari menningarstofnunum héraðsins, enda þótt það hafi löngum búið við takmarkað og ófullnægj- andi húsnæði. Þó var byggt sérstaklega yfir safnið á miðri síð- ustu öld, en það hús stendur enn við Aðalstræti og gekk lengi undir nafninu „Bibliotekið“. Þegar Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi tók við for- stöðu safnsins beitti hann sér strax varðandi húsnæðismálin. I framhaldi af því var ráðist í samkeppni um hugmyndir að nýju safnhúsi. Staður sá er var ætlaður fyrir bygginguna var sá sami, sem það var síðar byggt á. Samkeppni þessa vann Gunnlaugur Halldórsson arkitekt. Ekkert varð þó úr frekari framkvæmdum og það var ekki fyrr en á 100 ára kaupstaðar- afmæli bæjarins árið 1962, að sú ákvörðun var tekin, að reist skyldi veglegt hús fyrir Amtsbókasafnið. Hönnun þess var fal- in Gunnlaugi Halldórssyni og er það einróma álit, að það verk hafi tekist með miklum ágætum, og er jafnan litið á þessa byggingu sem eina stílhreinustu og fegurstu byggingu á Akur- eyri. Hún er fullgerð og tekin í notkun árið 1968. Starfsemin jókst með bættu húsnæði og búnaði og nú tutt- ugu árum síðar hefur hún aukist svo, að stækkun er orðin nauðsynleg. Þá er þess ennfremur að geta, að um nokkurt skeið hafa verið allmiklar umræður um aðstöðu til sýninga og tónleikahalds á Akureyri og talin þörf á að bæta þar úr. Það þótti því við hæfi, að minnast nýrra tímamóta með því að efla Amtsbókasafnið, en á 125 ára kaupstaðarafmæli bæjarins á síðasta ári var einróma samþykkt að reisa nýbyggingu við safnhúsið. Auk þess að bæta úr húsnæðisþörf Amtsbókasafns- ins og Héraðsskjalasafnsins snerist hugmyndin einnig um það að skapa um leið aðstöðu til listsýninga og ýmissar annarrar menningarstarfsemi. Með því móti væri Amtsbókasafnið orð- ið enn meiri menningarmiðstöð og enn stærri þáttur í bæjarlíf- inu en nokkru sinni fyrr. Eins og áður segir er bókhlöðubyggingin eitt fegursta og stílhreinasta hús bæjarins og því nokkurt vandaverk að hanna aðra byggingu við hlið hennar svo vel fari. Þess vegna var ákveðið að fara út í samkeppni um þetta verk. Tilgangurinn var að sjálfsögðu sá, að fá sem fegursta og hagkvæmasta lausn á því máli. Samkeppninni er nú lokið. Þátttaka var mjög góð og fór fram úr vonum. Sýnir hún án efa áhuga arkitekta á þessu við- fangsefni. Niðurstöður dómnefndar voru einróma, en 1. verð- laun hlaut Guðmundur Jónsson arkitekt. í umsögn dómnefnd- ar segir að tillaga hans sé snilldarleg aðlögun að núverandi húsi í hlutföllum, meðferð einstakra flata og efnisvali. Það er álit undirritaðs, að sú leið, að efna til þessarar sam- keppni, hafi verið rétt og með henni hafi náðst það markmið, sem stefnt var að. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að þakka öllum þeim fjölmörgu, sem hér áttu hlut að máli, jafnt þeim, sem tóku þátt í samkeppninni, sem hinum, sem úr lausnunum unnu. Fyrsta stig nýbyggingar við Amtsbókasafnið er að baki. Þess er vænst að áfram verði haldið til þess að gera þennan draum að veruleika. ■ Gunnar Ragnars ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.