Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Blaðsíða 28

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Blaðsíða 28
Þurfum við að endurbyggja Reykjavík? 1. Inngangur Það er svolítið dapurlegt að lesa blaða- og tímaritsgreinar frá seinni hluta þessarar aldar þegar steinsteypan er að byrja að ryðja sér til rúms og bera saman hrifningu þeirra manna sem töldu þetta nýja efni geta kveðið niður aldagamla fylgju íslensku þjóðarinnar sem vár skortur á mannsæmandi húsnæði og horfa svo á hvað okkur afkomendunum hefur tekist að skapa. Flestum þjóðum hefur tekist að eyðileggja ímynd steypunn- ar með ljótum, ómanneskjulegum mannvirkjum. Við höfum fyrir löngu náð sama stigi hvað ljótleikann varðar en í viðbót hefur okkur tekist að skapa handónýtt byggingarefni þar sem sú þversögn kemur í ljós að skemmdirnar vaxa í réttu hlutfalli við vaxandi tækni og tækniþekkingu. Höfundur hefur ekki rými til að reyna að skýra þessa þversögn eða fjalla um sam- skipti bláeygðra, saklausra vísindamanna (höfundur meðtal- inn fyrr á árum) og bisnessmanna og stjórnenda, en ætlar þess í stað að reyna að skýra aðeins stöðu viðhaldsmála í dag og jafnvel spá einhverju um framtíðina. Greinin er hins vegar ekki kennslugrein í viðhaldsmálum. 2. Hver eru vandamál viðhaldsmark- aðarins í dag? Þótt undarlegt megi virðast telur höfundur eitt helsta vandamál viðhaldsmarkaðarins vera fólgið í eftirfarandi: við- haldsvinna er of ódýr á íslandi. Þetta verður til þess að næst- um ómögulegt er að byggja upp sterka verktaka sem geta haldið uppi þjálfuðu liði yfir vetrarmánuðina og viðhaldsvinn- an byggist því að miklu leyti á sumarfólki sem hefur takmark- aðan áhuga á faglegri vinnu. Annað ekki smærra vandamál er: fagleg þekking og rannsóknir eru allt of stutt á veg komnar og vankunnandi en vel klæddir töframenn flæða yfir landið með jöfnu millibili. Þetta verður til þess að einstakir húseigendur hafa oft orðið að bera kostnað af tilraunum á eignum sínum þegar verið er að leita að hagkvæmum lausnum eða töframenn komist í þær. Samskipti húseigenda og verktaka hafa einnig borið í sér nokkurn misskilning: Húseigendur telja tilgang útboða oft vera þann einan að láta verktaka bjóða niður hvern fyrir öðr- um og telja tilboðið oft ekki hagstætt nema verktakinn fari á hausinn. Og svo er það hitt, að þessu er oft eins farið og í krabba- meinslækningum að við vitum ekki nægjanlega vel hvað við eigum að skera mikið burt af sjúklingunum og stundum fer fyrir okkur líkt og læknunum sem loka skurðinum bara í flýti og bíða síðan eftir endalokunum. 3. Hvernig verða viðhaldsmálin á næstu árum? Höfundur telur lítinn vafa leika á því að mikið af þeim spá- dómum sem hann lagði fram fyrir nokkrum árum um þróun skemmda og taldir voru svartsýnisraus ætlar að rætast: Við munum þurfa að brjóta niður að verulegu leyti svalir og þak- kanta á húsum byggðum eftir 1960. Mikið af húsum t.d. í Breiðholtinu er illa hannað með þetta í huga, með óvarða þakkanta sem erfitt er að komast að. Meðfylgjandi mynd sýnir bytjun á slíkri viðgerð þar sem búið er að banka hluta svalanna niður með léttum hamri. Við erum hins vegar að vona að sleppa við að rífa húsin sjálf og að því leyti er svarið við upphafsspurningunni, nei. Ekki mun draga úr sprunguviðgerðum. Tæknimenn hafa neitað að horfast í augu við það að þeir ráða ekki við sprungumyndunina, og lek hús eru ekkert á leiðinni út í kuldann. Endurmálun húsa fer að verða vandamál. Undanfarið hefur oft verið reynt að komast hjá því að hreinsa alla málningu af húsunum vegna þess að sterkur vatns- eða sandblástur skemmir yfirborðið. Arangurinn varð oft áframhaldandi flögnun, stundum strax næsta vetur. Þetta varð til þess að í dag er reynt að hreinsa nær alla málningu af skemmdum húsum. Þessi hreinsun fer oftast fram nú með sterkum leysiefnum sem varla getur talið hollt og höfundur telur að þetta verði bannað von bráðar. Hugmyndir stjórnvalda um skipan rannsókna geta táknað endalok viðhaldsrannsókna. Hugmyndir eru uppi um að gera kröfur um að rannsóknir eigi að standa undir sér. Hætt er við að viðhaldsrannsóknir leggist þá niður því enginn stór aðili stendur á bak við þessa vinnu sem gæti greitt slíkar rannsóknir. Höfundur vonar hins vegar að þetta rætist ekki heldur fari svo að rannsóknir aukist og að á endanum verði viðhaldsvinna hátt metin iðngrein sem skili bæði arði og viðurkenndri þjónustu. En enn er nokkuð langt í það. ■ Ríkharður Kristjánsson. ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.