Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Page 31

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Page 31
Rödd fólksins Þáttur Torfusamtaka og hverfasamtaka í verndun umhverfis Aður en húsfriðunarumræða hófst fyrir alvöru hér á landi hafði áhugi manna og skilningur einkum beinst að friðun einstakra húsa og höfðu þar komið við sögu ýmsir mætir menn. Pað var hins vegar ekki fyrr en um 1970 að skilnings á verndun heilla götumynda fer að verða vart meðal almennings og þá einkum meðal yngri kynslóðarinnar. Ástæð- ur eru margþættar og verður hér minnst á nokkrar. Um þessar mundir fór sú skoðun að ryðja sér til rúms að í hinni gömlu byggð fælust ekki einungis peningaverðmæti heldur einnig stórkostleg menningarverðmæti, arfur frá ann- arri kynslóð sem óðum væri verið að ganga á. Líkja mætti þessari þróun við þegar menn átu handritin forðum daga. Pessi skilningur átti meðal annars rót sína að rekja til þess sem hafði gerst hjá nágrannaþjóðunum sem fyrir löngu höfðu uppgötvað sinn menningararf og sinnt honum, t.d. sett lög og reglugerðir um uppbyggingu gamalla bygginga og hverfa. Hér á landi var hins vegar sú skoðun ríkjandi að þrátt fyrir að aðrar þjóðir ættu mikinn menningararf í húsakosti væri okkar arfur einungis fólginn í gömlum kirkjum og stöku torf- bæjurn ásamt alþingishúsinu og nokkrum öðrum byggingum. Aðalskipulagið frá 1929 og áhrif þess á byggð borgarinnar Skipulag þetta gerði annars vegar ráð fyrir að við allflestar götur innan Hringbrautar skyldu koma randbyggð hús, þrjár til fjórar hæðir. Þessháttar skipulag hafði verið reynt með góðum árangri víða í Evrópu á síðustu öld og allt fram á þessa. Hins vegar gerði skipulagið ráð fyrir að stórum hluta af eldri byggðinni í Reykjavík yrði útrýmt, þ.e. flestöllum torf- bæjum og mörgum timburhúsum. Hafa ber í huga að þessi hús minntu menn á þá eymd og volæði, kulda og trekk sem herjað hafði á landsmenn öldum saman, sum þeirra voru dönsk í þokkabót. Þá má ekki gleyma þeirri gríðarlegu brunahræðslu sem gripið hafði um sig eftir brunann mikla í Reykjavík 1915 og enn eimir eftir af. Við austanverða Grettisgötu, Njálsgötu, Ásvallagötu og víðar er að finna dæmi um þetta skipulag þar sem vel hefur tekist til. Á öllum þessum stöðum var um að ræða ný hverfi frá grunni. Annað var hins vegar uppi á teningnum þegar byggt var samkvæmt þessu skipulagi í hverf- um sem þegar voru byggð, oftast eins til tveggja hæða timb- urhúsum. Þá var ekkert tillit tekið til byggðarinnar sem fyrir var með þeim afleiðingum að upp úr henni trjónuðu iðulega háir brunagaflar er stungu í stúf við umhverfið og röskuðu heildarmynd hverfisins. Fyrst í stað stóð fólk uppi berskjaldað og ráðalaust. Mörg- um hafði einnig verið talin trú um að nýbyggingar af þessu tagi væru það sem framtíðin bæri í skauti sínu og gamla byggðin væri lítils virði. Ymsir athafnamenn áttu þá eins og nú eitthvað í handrað- anum til að byggja fyrir. Ekki þótti í slíkum tilvikum tiltöku- mál að rífa eitt og eitt hús og byggja annað mun stærra sem féll að gildandi skipulagi. En skipulagið stóðst ekki í eldri hverfunum sem þegar voru byggð, m.a. af þeirri ástæðu að svipmót hverfa og heilla borga tekur ætíð hægfara breytingum og ber keim af uppruna sínum. Ekki síst þess vegna ber hönnuðum nýrra bygginga að taka mið af byggðinni sem fyrir er. Þá voru margir íbúar borgarinnar sammála um að nýbygg- ingarnar væru oft á tíðum bæði ljótar og klunnalegar en mörg gömlu húsin hins vegar bæði falleg og nett, jafnframt því sem þau mynduðu oftast skemmtilega heild þó að um nokkra sundurgerð gæti verið að ræða. Skortur á viðhaldi olli því að vísu að þessi hús voru mörg hver í talsverðri niðurníðslu og oftar en ekki höfðu misvitrir menn föndrað við gluggaumbún- aðinn og svipt þau „augunum“. Á árunum eftir 1950 og fram yfir 1970 voru rifin fjölmörg merk hús. Iðulega var erfitt að átta sig á hvað að baki lá. Mörg ár liðu oft án þess að nýtt hús væri reist í stað þess sem fjarlægt hafði verið. Afleiðing niðurrifsins var því ósjaldan ljótt sár í götumyndinni og/eða óhrjálegt bflastæði. Meðal merkilegra húsa sem rifin voru á þessu tímabili voru Amt- mannshúsið, Uppsalir (Aðalstræti 18), Hafnarstræti 23 og Túngata 12, Aðalstræti 11, Vesturgata 7, Suðurgata 5, Smjör- húsið (Hafnarstræti 22), Gúttó, Hótel Hekla og mörg fleiri. Húsakönnunin 1967-70 Á árunum 1967-1970 voru könnuð hús í Reykjavík að tilhlutan borgaryfirvalda. Var könnuninni ætlað að varpa ljósi á varð- veislugildi einstakra húsa, gatna og jafnvel heilla hverfa. Könnunin var unnin með hliðsjón af Aðalskipulagi Reykja- víkur 1962-1983 af þeim Herði Ágústssyni og Þorsteini Gunn- arssyni. Varð hún mikilvægur undanfari umræðu sem síðar átti eftir að aukast. Þessi könnun var sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi og opnaði augu margra fyrir þeirri staðreynd að að minnsta kosti hluti gömlu byggðarinnar í Reykjavík væri ein- hvers virði. I lokaniðurstöðum könnunarinnar taka höfundar fram að út frá þeim forsendum sem þeim voru gefnar (þ.e. að miða könnunina við Aðalskipulag Reykjavíkur 1962-83) sé óraunhæft að ætlast til nokkurrar varðveislu á timburhúsum í miðbæjarkjarnanum. Sömuleiðis sé óhugsandi að reikna með varðveislu á svæðinu norðan Grettisgötu. Þrátt fyrir þessar forsendur lögðu þeir félagar mikla áherslu á varðveislu húsa- raðarinnar við austanverða Lækjargötu sem er elsta samfellda húsaröð á landinu. Þessi hugmynd féll ekki í góðan jarðveg hjá borgaryfirvöldum eða ríkisstjórninni þar eð á þessum ár- um var fyrirhugað að reisa nýtt stjórnarráðshús á Bernhöfts- torfunni. Könnun Harðar og Þorsteins ásamt tillögum um varðveislu ákveðinna húsa var lögð fyrir borgarráð 1970. Tillögurnar hlutu ekki samþykki borgaryfirvalda. Þær höfðu samt talsverð áhrif, skilningur á gildi menningararfsins áðurnefnda jókst og ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.