Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Side 41

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Side 41
Nýtt hús í miðbœnum Með bréfi borgarstjórans í Reykjavík dags. 21. ágúst 1986, var tilkynnt að á fundi borgarráðs 5. ágúst, hefði Hinu íslenzka bókmenntafélagi, bókaforlag- inu Lögbergi og fasteignasölunni Eignamiðluninni sf. verið gefið fyrirheit um byggingarrétt á lóðinni Lækjargötu 4. Að afloknum viðræðum við Arkitektafélag íslands ákváðu byggingaraðilar að efna til lokaðrar samkeppni um nýbygg- ingu á lóðinni og með bréfi dags. 5. nóvember 1987 var þess farið á leit við Arkitektafélagið að það tilnefndi tvo menn í dómnefnd. Á fundi í félaginu 23. nóvember 1987 voru arki- tektarnir Guðmundur Gunnarsson og dr. Maggi Jónsson kosnir í dómnefndina, en byggingaraðilar tilnefndu Ingimund Sveinsson arkitekt, Sigurð Líndal prófessor og Þorvarð Elías- son skólastjóra í nefndina. Byggingaraðilar buðu eftirtöldum arkitektum þátttöku: Hróbjarti Hróbjartssyni, Skólavörðustíg 12 Knúti Jeppesen, Bergstaðastræti 44 Ormari Þór Guðmundssyni, Borgartúni 17 Vatnari Viðarssyni, Borgartúni 22 Þórarni Þórarinssyni, Túngötu 3 Dómnefnd hélt fyrsta fund sinn 4. desember 1987 og voru þar lögð fram frumdrög keppnislýsingar. Á fundi nefndarinn- ar 12. janúar 1988 var Þorvarður Elíasson kosinn formaður nefndarinnar og Sverrir Kristinsson, bókaútgefandi og fast- eignasali, ritari. Þar var einnig samþykkt að fara þess á leit við Ólaf Jensson framkvæmdastjóra Byggingaþjónustunnar að gegna trúnaðarmannsstarfi og varð hann við þeim tilmælum. Keppnislýsing var endanlega samþykkt 18. janúar 1988 og frestur til að skila tillögum settur til 15. marz. í keppnislýsingu var lögð áherzla á að herbergjaskipan væri sveigjanleg og ýtrustu hagkvæmni væri gætt við nýtingu rýmis, að húsið væri hagkvæmt og ódýrt í byggingu. Dómnefnd fékk sér til ráðuneytis Frey Jóhannesson tækni- fræðing til að reikna út flatarmál og rúmmál þeirra húsa sem tillöguuppdrættir sýndu og áætla byggingarkostnað. Skilaði hann ýtarlegri skýrslu sem dags. er 28. apríl 1988. Var niðurstaða hans sú að tillögur gerðu ráð fyrir nokkru stærri byggingum en skipulagsskilmálar leyfðu. Þá taldi hann byggingarkostnað á stærðareiningu skv. tillögunum áþekkan og innan eðlilegra marka. Hann væri þó hæstur skv. tillögu 2, en lægstur skv. tillögu 3. Þá leitaðist dómnefnd við að meta hvernig tillögur hentuðu þeirri starfsemi sem ætlaður væri staður í húsinu og nánar er útlistað í keppnisgögnum. Er nefndin þeirrar skoðunar að tillögur þær sem borizt hafa séu athyglisverðar og beri því vætti að höfundar hafi lagt sig fram við úrlausn vandasams verkefnis, þar sem miklar kröfur voru gerðar. í tillögunum sé að finna góðar hugmyndir sem eigi eftir að nýtast við endanlega gerð uppdrátta. Niðurstaða dómnefndar: Niðurstaða dómnefndar var sú að tillaga nr. 1 væri álitlegust til frekari úrvinnslu vegna yfirburða í uppbyggingu innra fyrir- komulags og samgöngukerfis. Höfuðveikleiki hennar í útliti er þó samhengisleysi við samtímann og markmið þau er fram koma í útboðslýsingu. Þetta telur dómnefnd þó unnt að leysa á grunni innra skipulags, sem er rökrétt og hagkvæmt. Dóm- nefnd leggur því til að gengið verði til samninga við höfund tillögu nr. 1 um gerð uppdrátta. Höfundar tillögu nr. 1 reyndust vera Knútur Jeppesen arki- tekt og Kristján Ólason arkitekt. Um tillöguna segir enn frekar í áliti dómnefndar: „Innra skipulag hússins er skýrt og hefur marga kosti. Um- ferðarkerfi er einfalt og rökrétt. Staða súlna er þó óþarflega þétt. Hið innra er yfirbragð hússins formlegt og virðulegt. Ytra útlit hússins er á hinn bóginn tæplega í takt við tímann, einkum sú hlið er snýr að Lækjargötu. Betur tekst til um þær hliðar sem snúa að garðinum.“ Úr greinargerð dómnefndar. ffi ARKITEKTÚR OG SKIPULAG ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.