Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Side 47

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Side 47
Upphaf íslensks landslagsarkitektúrs Ibókinni íslenskir búfræðikandidatar segir svo m.a. um Ragnar Ásgeirsson garðyrkjuráðunaut, bróður Ásgeirs Ásgeirssonar forseta: „Tók próf sem skrúðgarðaarkitekt og vann við slík störf í Kaupmannahöfn 1918-1920.“ Mér er ennfremur kunnugt um að Ragnar gerði skipulagsuppdrætti af görðum víðsvegar um landið þau 37 ár sem hann var ráðu- nautur Búnaðarfélags íslands. Það var svo hjá bróður þeirra bræðra, Matthíasi Ásgeirssyni garðyrkjuráðunaut Reykjavíkurbæjar, sumrin 1938 og 39 að ég hóf að læra skrúðgarðyrkju. Matthías var hreinn listamaður í sinni grein og bý ég enn í dag að því sem ég nam hjá honum. Árin 1940 til 42 lærði ég síðan gróðurhúsarækt, ásamt garðplöntuuppeldi fyrir Reykjavíkurmarkað, hjá þeim ágæta manni Ólafi Gunnlaugssyni að Laugabóli í Mosfellssveit. Þaðan lá svo leiðin í tveggja ára nám árið um kring á Garð- yrkjuskóla ríkisins þaðan sem ég útskrifaðist vorið 1944. Það sumar gerðist ég verklegur kennari í skrúðgarðyrkju við Garð- yrkjuskólann og er mér ákaflega minnisstætt að taka á móti mörgum nýjum nemendum víðsvegar að um landið. Þegar haustaði fór ég í einhverju svartsýniskasti á fund skólastjóra Unnsteins Ólafssonar, sem fyrstur íslendinga varð garðyrkju- kandidat frá Búnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn, og tjáði honum að ég sæi ekki neina framtíð í því að vera garðyrkju- maður. Skrúðgarðyrkja væri engin á vetrum og að gróður- húsaverkamaður hefði minni laun heldur en eyrarvinnuverka- maður. Eftir nokkrar gönguferðir um gólfið tók skólastjóri til máls og lagði þar með grundvöll að námi mínu sem í dag kall- ast landslagsarkitektúr. Hann sagði m.a. að þar sem ég væri bæði garðyrkjumaður og teiknari, en ég hafði lært teiknun í skóla föður míns og Marteins Guðmundssonar og í Handíða- og myndlistaskólan- um hjá Kurt Zier, lægi það beint fyrir að læra skrúðgarða- skipulag. Hann lýsti því fyrir mér á ljóslifandi hátt hvernig mætti teikna á veturna og undirbúa sumarstarfið. En nú var erfitt að komast til náms erlendis haustið 1944, Evrópa lokuð vegna stríðsins, engin námslán og ég fjárvana. Á meðan Lúðvig Guðmundsson skólastjóri, sem sett hafði á fót upplýsingastofnun stúdenta, leitaði í heilt ár að skóla fyrir mig í Bandaríkjunum ók ég leigubíl dag og nótt og safnaði peningum. Eina nóttina var farþegi minn Matthías Ásgeirsson og fékk ég nú heldur betur ákúrur fyrir að halda mig ekki við garðyrkjunámið. Haustið 1945 hóf ég svo 18 mánaða samfellt nám við New York State Institute of Agriculture í Farmingdale á Long Is- land. Þessi skóli var ekki óáþekkur Garðyrkjuskólanum okk- ar, nema hve verklegt og bóklegt nám var samtvinnað og öll aðstaða fullkomnari. Þarna hafði ég meðal annarra tvo lands- lagsarkitekta sem kennara. Að loknu prófi frá Farmingdale lá svo leiðin í Cornell-háskólann í íþöku, New York þaðan sem ég útskrifaðist bæði með Bachelors og Masters próf 1951. Á Cornell-árunum hafði ég fjóra landslagsarkitekta sem kennara og höfðu þeir mjög ólfkar skoðanir enda blésu bylt- ingarkenndir vindar um heim landslagsarkitekta á þessum ár- um. Allavega taldi ég mig, þegar ég útskrifaðist, vera orðinn mjög sjálfstæðan landslagsarkitekt sem ekki þyrfti að apa eftir neinum þeirra sex landslagsarkitekta sem ég hafði lært hjá. Áður en heim skyldi haldið brá ég mér í fræsöfnunarferð til Alaska. í ársbyrjun 1952 kom ég heim og hóf kennslu við Garðyrkjuskóla ríkisins undir skólastjórn Unnsteins Olafsson- ar. Um veturinn 1952-53 bað Fegrunarfélag Reykjavíkur, sem þá var undir stjórn Vilhjálms Þ. Gíslasonar og Sveins Ásgeirs- sonar, mig um að skipuleggja Iðnó-hornið sem gekk út í tjörn- ina. Það var fyrsta garðteikning sem ég gerði hér á landi. Brösuglega gekk með framkvæmdir, enn standa þó upphækk- uðu beðin með grasinu á, sem ég fullyrði að séu mest notuðu garðbekkir í Reykjavík. Vorið 1953 héldu mér svo engin bönd og ég hélt til Reykja- víkur með svo til alla nemendur mína þar sem við hófumst handa við að skipuleggja og gera skrúðgarða fyrir fólk. Einn nemendanna úr þessum ágæta skólabekk var Reynir Vil- hjálmsson, síðar landslagsarkitekt, sem í dag hefur eitt mesta umfang í þeirri grein. Reykvíkingar tóku mér vel og einnig landsbyggðin, nóg var að gera en lítið um efni til þess að vinna með. Þá var það sem ég stofnaði Alaska gróðrarstöðina og gerðist jafnframt verktaki. Þór Sandholt skipulagsstjóri Reykjavíkurbæjar boðaði mig á sinn fund. Hann hafði séð uppdráttinn af Iðnó-horninu og fannst hann athygli verður, og bauð hann mér að athuga með einhvers konar starf eða samstarf við bæinn. Mér fannst lítið til þess koma, taldi að bæjaryfirvöld myndu eiga í eilífum erf- iðleikum með að komast að niðurstöðum. Mun betra yrði að vinna fyrir einstaklinga. (Seinna hef ég oft hugsað hve leitt mér þótti að bregðast þannig við jafnvirðingarverðri viðleitni vegna eigin sjálfstæðishroka.) Mér fannst ég verða að vera allt í öllu. Garðagróður var ákaflega fábrotinn á þessum árum, í aðalatriðum var trjágróð- ur birki og reynir og runnar voru rifs og sólber. Margir eldri garðar bera þessa enn skemmtileg merki. Á fáum árum varð gróðrarstöð mín ein sú fjölbreyttasta sem hér var. Ég reyndi að skipuleggja garða óháða þeim plöntum sem ég eða aðrir áttu, heldur samkvæmt því sem hugur minn stóð til. Ein- hverntíma var það að Sigurbjörn Björnsson, sem átti eina stærstu og bestu garðplöntustöðina er var í Fossvogi, stöðvaði mig á götu og sagði: „Hvað þýðir þetta Jón, að teikna garða þannig að þegar fólk kemur til manns með teikningu frá þér þá getur maður bókstaflega ekkert selt því?“ Nokkrum árum síðar þurfti fólk ekki að fara frá Sigurbirni án þeirra plantna sem það vildi kaupa. Mér fannst að landslagsarkitektinn þyrfti að vera leiðandi. Án þess að halla á nokkurn, þá finnst mér að í dag séu garðplönturæktendur miklu fremur leiðandi en við landslagsarkitektar. Þannig má það ekki verða. ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.