Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Síða 50
Fyrsta veturinn, 1953-54, var lítið að gera og ekkert að
teikna og maður sá á bak mörgum góðum mönnum. Þá var
það að mér datt í hug að fegra miðbæinn fyrir jólahátíðina.
Fyrsta veturinn skreyttum við Austurstræti í samvinnu við for-
mann Fegrunarfélags Reykjavíkur, Svein Asgeirsson, og feng-
um við kaupmenn til að bera kostnaðinn. Þetta höfðum við
sem vetrarstarf í tíu ár að viðbættu Flafnarstræti og Laugavegi
inn fyrir Frakkastíg.
Einn fyrsti viðskiptavinur minn í mínu nýstofnaða fyrirtæki
var Flörður Bjarnason, skipulagsstjóri ríkisins. Síðar fór hann
að ræða við mig um að skipuleggja það sem í dag er oftast
kallað Hallargarður. Hann bauð mér teikniaðstöðu á vinnu-
stofu skipulagsins og þangað þaut ég milli þess sem ég hafði
samband við vinnuflokka mína víðsvegar um bæinn. Oft leit
Hörður við hjá mér og einhverntíma varð honum að orði:
„Svona gutta þyrftum við að hafa hér.“ Svo var það einn dag
að ég kom að borðinu auðu, búið var að fjarlægja hálfunnar
tillögur mínar, enginn vissi neitt og ég hvarf aftur við svo bú-
ið. Seinna um daginn tjáði Hörður mér að hann hefði farið
með tillögurnar á fund Gunnars Thoroddsen borgarstjóra og
fengið þær óformlega samþykktar og innan skamms tíma voru
framkvæmdir hafnar. Ekki var nú erfiðara en þetta að vinna
fyrir bæjaryfirvöld.
Síðar fékk ég aðstoðarteiknara minn, sem þá var Reynir
Vilhjálmsson, til þess að útfæra teikninguna. Við gerð Hallar-
garðsins jókst skilningur almennings á þýðingu þess að láta
teikna garða fyrir sig. Um tíma var ég kominn með tvo fyrr-
verandi nemendur mína sem aðstoðarmenn á teiknistofu, þá
Reyni og Pálma Arngrímsson, og aðstoðarstúlku við síma sem
þjónaði bæði okkur og fyrirtækinu. Þar kom að ég varð tví-
stígandi. Atti ég að snúa mér algjörlega að teiknistofunni og
losa mig við gróðrarstöðina? En það var einmitt á þessum
tíma sem plöntuúrval í garða var mjög fábrotið. I Hallargarð-
inn urðum við að grípa til þeirra plantna sem til voru, þó þær
væru langt frá því að vera samkvæmt mínum óskum.
Niðurstaða mín varð sú að ég yrði bara að vera eins og
sveitalæknirinn sem var jafnframt lyfsali. Nokkru seinna sá ég
ekki eftir þessu því það kom lægð eftir bylgjuna sem Hallar-
garðurinn kom af stað. Af einhverri rælni sótti ég um stöðu
garðyrkjuráðunautar (garðyrkjustjóra) Reykjavíkur'oæjar. Sex
sóttu um, heilt ár tók yfirvöld að ákveða ráðningu. Einu sinni
var ég kallaður fyrir af Sveini Asgeirssyni fulltrúa borgar-
stjóra, Gunnars Thoroddsen. Ég var spurður um ætlan mína
varðandi gróðrarstöðina, hvort ég hefði hugsað að láta hana
af hendi. Mig minnir að ég hafi gefið ákaflega óljós svör. Innst
inni langaði mig til þess að geta unnið fyrir fæðingarbæ minn
sem sjálfstæður aðili. Ég talaði aldrei við neinn og enginn
ræddi frekar við mig. Loks var skólabróðir minn úr Garð-
yrkjuskólanum ráðinn.
Síðan hef ég aldrei unnið neitt fyrir borgina og aldrei var
rætt við mig um framvindu Hallargarðsins. Það tekur þó
minnst tíu ár að gera góðan garð.
Alla tíð forðaðist ég að koma í Hallargarðinn, hann olli mér
vonbrigðum. Það er fyrst nú að nýráðinn garðyrkjustjóri Jó-
hann Pálsson hefur leitað til mín um samvinnu við alla lagfær-
ingu.
Til þess að miðla fróðleik og jafnframt að kynna starfsemi
mína hélt ég röð útvarpserinda, tvo sjónvarpsþætti og skrifaði
í blöð og talaði á fundum. Á fyrstu árunum kallaði ég mig
skrúðgarðaarkitekt. Eitthvað fór þetta starfsheiti illa í stjórn-
endur Arkitektafélags íslands því þeir höfðuðu mál gegn mér.
Mér var gert að koma fyrir dómara og leggja fram öll mín
próf. Sigurður Reynir Pétursson hrl. með Gísla Isleifsson sér
við hönd tók upp vörn. Ég var sýknaður en sár, því þetta voru
einmitt þeir aðilar sem ég vildi vinna með. Það var eins og
slegið hefði verið á hendur manns.
Sök á ég kannski nokkra því í erindum mínum hélt ég uppi
óvæginni gagnrýni á húsagerð og skipulag lóða, gatna, hverfa,
bæja. Hinsvegar veldur það mér ánægju í dag að það er eins
og flestar óskir mínar frá þessum árum hafi verið uppfylltar.
Húsagerð hefur breyst, samband húss og garðs hefur batnað.
Landslagsarkitektar eru nú starfandi hjá Garðyrkjustjóra,
Skipulagsstjóra og Borgarskipulagi og úti um land hjá öðrum
bæjarfélögum og er vonandi að áhrifa þeirra gæti í vaxandi
mæli. Hvern þátt ég hef átt í þessari þróun get ég ekki sagt og
gagnrýni mín hefur sennilega oft verið blandin óréttlátri óþol-
inmæði.
Nemendur mínir þeir Reynir og Pálmi fóru frá mér og ég
leitaði á náðir Lúðvigs Guðmundssonar skólastjóra að útvega
mér aðstoðarmann í teiknun. Til mín kom Hrólfur Sigurðsson
listmálari, útskrifaður af listakademíunni í Kaupmannahöfn.
Við unnum saman hlið við hlið í átta ár. Ég dró línur milli
þess sem ég þurfti að sinna fyrirtækinu og hann útfærði. Þetta
starf með Hrólfi þroskaði mig meir listfræðilega en skólanám
mitt og er ég honum eilíflega þakklátur fyrir það sem hann
miðlaði mér. Hrólfur varð að hætta sökum sjúkleika sem hann
berst við.
Næst kom til mín Diter Rot og var hjá mér í tvö ár, það var
Ragnar Kjartansson myndhöggvari sem kom okkur saman og
áfram hélt ég að læra. Diter var ákaflega fær enda orðinn
bæði prófessor og heimsfrægur listamaður. Á fyrstu árunum
unnu hjá mér við garðyrkju margir góðir menn og mér sér-
staklega minnisstæðir úr kennarastétt, leikarastétt og hljóm-
listarmenn auk garðyrkjumanna. .
Eftir nær tólf ára baráttu gerði ég hlé á starfseminni, leigði
fyrirtækið og gerðist aftur kennari bæði við gagnfræðaskóla og
garðyrkjuskóla. Ég hafði verið lengst af einn í faginu eða þar
til Reynir Vilhjálmsson kom heim frá námi 1963.
Þar kom að ég hætti kennslu og tók til að teikna aftur, nú
einn og laus við fyrirtækið. Nú vorum við Reynir ekki lengur
tveir, nú vorum við orðnir fimm landslagsarkitektar og stofn-
uðum félag 24. febr. 1978 er hlaut nafnið Félag íslenskra
landslagsarkitekta. Auk okkar Reynis voru það þau Auður
Sveinsdóttir, Einar E. Sæmundsen og Reynir Helgason. Á
þessu ári varð félagið tíu ára og félagarnir orðnir átján. Fleiri
eru væntanlegir í hóp okkar úr námi alveg á næstunni. Félagið
hefur frá upphafi verið aðili að alþjóðasamtökum landslags-
arkitekta IFLA. Það hefur sýnt sig að eftir því sem hópur
okkar stækkar eykst skilningur almennings á starfi
landslagsarkitektsins, verkefni aukast og augu annarra fag-
manna opnast fyrir þörfinni á nánari samvinnu við að skapa
okkur sjálfum manneskjulegra umhverfi. ■
Jón H. Björnsson, landslagsarkitekt
ARKITEKTÚR OG SKIPULAG