Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Side 59

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Side 59
Afskipti af skipulagi Þáttur íbúasamtaka Skuggahverfis í skipulagi við Skúlagötu Ibúasamtök Skuggahverfis voru stofnuð á fundi 70 manna 1. okt. 1983. Tildrögin voru, að þá hafði nýlega verið kynnt í Morgunblaðinu, að áform væru uppi um að gera átak í skipulags- og uppbyggingarmálum þessa svæðis. Samkvæmt hugmyndum borgaryfirvalda átti að hvetja til uppbyggingar með því að leyfa íbúðabyggð í stað iðnaðar og stóraukna nýtingu lóða sem væru yfir 2000 m2 en halda lóðar- nýtingu minni lóða óbreyttri. Aukningin nam víðast tvöföldun á því sem gilti frá Aðalskipulagi 1962-1983. Tvær tillögur arkitekta voru kynntar við þetta tækifæri, sem borgaryfirvöld höfðu látið spreyta sig á að „sýna“ að byggja mætti það magn sem tillaga var um að leyfa, eða allt að 2.0. Önnur tillagan sýndi röð 7-8 hæða hárra húsa inn með allri Skúlagötu, en hin sýndi mishá hús, 4-5 hæðir en einnig 10-12 hæða turna með. Viðbrögð manna við þessum áformum voru með ýmsum hætti. Þeir sem létu sig málið skipta höfðu ekki áhyggjur af því að breyta notkun lands til íbúðar, heldur höfðu þeir fyrst og fremst áhyggjur af missi útsýnis til sjávar og fjalla, sem gefur Skugga- hverfinu sérkennileg tengsl við náttúruna jafnframt því að vera nærri miðbænum. Þegar eftir kynningu hug- myndanna og tillagnanna tveggja risu menn upp og mótmæltu í blöðum. Um 150 íbúar í Skuggahverfi rituðu undir bréf til borgarstjóra af þessu tilefni. Ibúasamtökin fjölluðu ítar- lega um tillögur og kosti og efndu að lokum til kynning- arfundar með formanni skipulagsnefndar í Vörðu- skóla í nóvember 1983. Við nánari umfjöllun um þessi mál kom í ljós að menn höfðu áhyggjur af fleiru en útsýni. Augljóst var að söguleg og menningarleg verðmæti voru í hættu. Þar voru byggingar Völundar og Kveldúlfs, hvor- tveggja stórvirki á sinni tíð og brautryðjandaverk um síðustu aldamót. Mönnum leist ekki á breytta ásýnd borgarinnar af sjó og menn höfðu áhyggjur af því að há byggð í norðri við létta lága byggð myndi ekki veita henni það skjól sem lofað væri, heldur gæti allt eins stafað af henni vindhnútum sem spilltu annars nægilega vindasamri vist á þessu svæði til muna. Þá fannst sumum ekki augljóst að þröngbýli í íbúðahverfi yrði til ávinnings þar sem þekkt er, að ótæpileg samþjöppun íbúða framkallar „vanrækslu“-húsnæði þegar nýting fer fram úr hæfilegu marki. Menn óttuðust að umferð yrði óbeisluð. Það þarf ekki að hafa mörg orð um kynningarfundinn í Vörðuskóla, þar voru fáir vegna mistaka í boðun. Sá fundur varð heldur ekki til að sefa geiginn í mönnum við tilhugsun um hrikalegar framkvæmdir í friðsælum smáriðnum „útjaðri" borgarinnar. íbúasamtökin óskuðu ítrekað eftir frekara samráði við stjórnvöld en því var ekki svarað í þeirri mynd sem óskað var eftir. Er frestur rann út til að gera athugasemdir við breytingar á skipulagi, lýstu tugir íbúa í Skuggahverfi bréflega yfir stuðn- ingi við breytingu úr iðnaðar- í íbúðasvæði, en mótmæltu ein- dregið aukinni nýtingu lands. Stjórn íbúasamtakanna skaut rökfærslum sínum í þessu sambandi til borgaryfirvalda, skipulagsstjórnar og ráðherra. Lyktir þessa máls urðu þær, að breyting landnotkunar og nýtingarhlutfalls var samþykkt í borgarstjórn 29.2.1984, og staðfest af félagsmálaráðuneytinu 7. júní 1984. I framhaldi af samþykkt nýtingar létu borgaryfirvöld fara fram deiliskipulagningu á svæðinu. Deiliskipulag fyrir Skúlagötusvæði var kynnt almenn- ingi að Hverfisgötu 105 í september 1985, þar er gert ráð fyrir lóðanýtingu allt að 2.0 og húsahæðum allt upp í 13. Fjölmargir íbúar sendu borgaryfirvöldum athuga- semdir við deiliskipulagstil- löguna, og þótt mörgum þætti „uppbrot“ byggðarinn- ar í aðgreindar einingar horfa til batnaðar, höfðu flestir enn nokkuð út á húsahæðir að setja. Með síðasta fresti til at- hugasemda við deiliskipulag- ið lýkur raunverulega andófi íbúanna í Skuggahverfi við stórbyggingarhugmyndir borgaryfirvalda. Menn voru orðnir þreyttir á því tómlæti er þeir höfðu mætt. Eftir stendur, að fram- kvæmdir eru nú hafnar í þeim stíl sem til var stofnað, en menn hafa ennþá áhyggjur af því, að vindar muni ekki sefast af turn- byggingum hér fremur en annars staðar, og að gæðastaðall íbúðanna geti hrapað er nær dregur jörðu og hluti þeirra því orðið vanrækt og óaðlaðandi umhverfi. Ef litið er yfir þessa stuttu sögu og hún skoðuð í samhengi við ýmis átaka- og ágreiningsmál íbúa og stjórnvalda að und- anförnu má álykta sem svo: Borgaryfirvöld hafa haft talsverða tilhneigingu til að fara sínu fram í skipulagsmálum og hafa komist upp með ótrúlega lítið tillit til íbúa eldri hverfa, en hafa þó orðið að lúta lögum, þegar málum hefur verið fylgt eftir af kunnáttu og þrotlausri elju! ■ Reykjavík, 30.09.1988 Geirharður Þorsteinsson Guðmundur Gunnarsson ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.