Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Page 63

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Page 63
Fyrirhuguð byggð sunnan Skúlagötu. Ráðgerðar byggingar vestan Vitastígs. Höfuðmarkmið við gerð tillögunnar er, að samkvæmt því megi reisa byggð sem virki vel fyrir íbúa innan hennar og í hverfinu almennt, en sem jafnframt sé í samræmi við staðsetn- ingu innan borgarinnar. Skilgreining Aðalskipulags Reykjavíkur 1962-83 varðandi uppbyggingu meðfram Skúlagötu er eftirfarandi: „Húsaröðin meðfram Skúlagötu verður mjög mikilsverð frá byggingarlistrænu sjónarmiði. Gagnvart þeim sem koma á sjó til borgarinnar er þessi húsaröð áberandi hluti af sjávarbakk- anum. Og þeir verða margir, sem á komandi árum aka Kleppsveg og Skúlagötu í áttina að Miðbænum. Allt frá Laug- arnesi blasir húsaröðin við Skúlagötu sem forgrunnur borgar- innar. Það er áríðandi, að hún verði endurnýjuð smátt og smátt með stórum húseiningum með rólegu yfirbragði. Húsa- hæðin má ekki vera mikil, svo að sjá megi glöggt hvernig byggðin rís hærra og hærra upp eftir hallandi landi Austurbæj- arins að baki húsunum við sjóinn". Skilgreining Aðalskipulagsins er enn góð og gild, en nálgast má sama markmið með mismunandi hætti. Stórar húseiningar með rólegu yfirbragði (jafnvel sambyggðar) eru til dæmis í ósamræmi við smágert, en fjölbreytilegt yfirbragð byggðarinn- ar að baki. Stallaðar byggingar í grunnmynd og í hæðum, sem í eðli sínu geta verið í smáum mælikvarða, þó nýtingarhlutfall sé hátt, eru líklegri til að samræmast ofangreindum einkenn- um byggðarinnar. Ofangreint sjónarmið mótar yfirbragð skipulagstillögunnar öðru fremur, auk hugmynda sem koma fram í markmiðum og skilyrðum fyrir einstaka þætti innan hennar. Aðalyfirbragð kemur fram í smáum einingum sem rísa mismunandi hátt, frá 2 í 11 hæðir. Eitt af sérkennum gatnakerfis í norðurhalla Skólavörðu- ARKITEKTÚR OG SKIPULAG holts er útsýni niður eftir götum, svo til þvert á halla landsins. Tillagan gerir ráð fyrir gatnakerfi í aðalatriðum óbreyttu, þannig að þessi sérkenni verði til staðar eftir sem áður. Utsýni frá núverandi byggð á holtinu, þar sem þess má njóta fyrir nágrannahúsum, er í aðalatriðum innan sjónvinkils frá vestri til austurs og er mjög margbreytilegt. Eins og fram kemur í grein 3, er í formi tillögunnar, með hæðum húsa og staðsetningu, gert ráð fyrir að útsýni verði frá byggðinni á holtinu um leið og byggðin sjáist yfir nýbyggingarnar frá ýms- um sjónarhornum. Upplýsingar liggja fyrir frá Veðurstofu íslands um helstu einkenni vinda á svæðinu. Þar er gert ráð fyrir að styðjast megi við eins konar meðaltal mælinga í Engey og á Reykja- víkurflugvelli, þar sem mælingar eru ekki til í þessum borgar- hluta. Þar kemur fram að vegna staðhátta á svæðinu sé nauð- synlegt að gefa gaum að norðlægum áttum í skipulagi þess. Helstu vindáttum, sólarhæð og stefnu er svarað í gerð skipulagsins á þann hátt, að forma byggðina f þyrpingar um- hverfis sameiginleg svæði. Hver þyrping er lægst í suðri, undir sólarhorni 23 gráður, eða opin, en rís til norðurs, þar sem hús- in eru hæst. Umferðarhávaði við Skuggahverfi mun fyrst og fremst stafa frá umferð um Sætún. Vegna legu brautarinnar norðan við hverfið er ekki litið á svæðið milli þeirra sem íbúðarsvæði eða útivistarsvæði íbúa næstu húsa. Það svæði er ætlað sem að- koma að bílastæðum, bílskýlum og hugsanlegu þjónustuhús- næði á jarðhæðum bygginga við Skúlagötu, ásamt þjónustu- húsnæði norðan götunnar. Leiða má rök að því að umferðarhávaði sé meiri hér á landi sem einhverju nemur, a.m.k. að vetrariagi, vegna akstursskil- yrða og aksturs á negldum dekkjum með snjómunstri. Af þessari ástæðu er í tillögunni gert ráð fyrir byggingu hljóð- ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.