Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Síða 76

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Síða 76
markmið byggjast á nákvæmri athugun, greiningu á aðstæðum og raunverulegri þörf annars vegar og hins vegar tillögu sem fyrst og fremst byggist á kröfum laga og reglugerða um rétta málsmeðferð og er nánast eingöngu unnin til að uppfylla þær kröfur. í fyrra tilvikinu getur verið um að ræða hugmynd að deili- skipulagi íbúðarsvæðis sem mikil vinna hefur verið lögð í að útfæra þannig að allir hlutir gangi upp. Þessi hugmynd er síð- an löguð að gildandi lögum og reglum og tryggt að rétt sé að málum staðið gagnvart hagsmunaaðilum og hugsanlegum ágreiningi sem síðar gæti komið upp. í seinna tilvikinu gæti verið um að ræða deiliskipulag sem gert er í hasti vegna ákvörðunar um lóðaúthlutun sem e.t.v. er þegar búið að taka. Deiliskipulagið er þá sett á blað einungis til að uppfylla kröfur um málsmeðferð. Ef gengið er út frá því að það sé til góðs að ákveðið svigrúm sé innbyggt í skipulagi verður skipulagsáætlun sem getur upp- fyllt ólíkustu óskir án þess að breyta meginhugmyndinni að teljast gæðaskipulag. Þetta gildir um öll meginatriði skipulags, staðarval, landnotkun, landnýtingu og form. Skipulagið setur þá uppbyggingunni ákveðinn ramma sem er ekki þrengri en svo að sköpunargleði fær að njóta sín og fjölbreytileiki getur orðið mikill. Þetta getur átt við í mörgum tilvikum þótt sums staðar geti verið nauðsynlegt að setja stranga skilmála. Næsta umhverfi skipulagssvæðisins getur haft mjög afger- andi áhrif þegar gæðamat er annars vegar. A skipulagssvæð- inu geta verið sögulegar byggingar áberandi í götumyndinni, byggingar þar sem arkitektum hefur tekist vel upp að móta umhverfið eða sérstætt landslag sem yfirgnæfir annars hugsan- lega slæmt skipulag. Fallegt útsýni til sjávar eða til fjalla getur gert það að verkum að fólk sættir sig frekar við bílaþvottastöð í göngugötunni eða steypustöð við endann á húsagötunni. Skilgreiningar á gæðahugtakinu í skipulagi geta þannig ver- ið margar og mismunandi skýrar. Endanleg skilgreining er varla hugsanleg, en jafnvel þótt hægt verði að finna nokkuð tæmandi skilgreiningar þá er eftir að finna út úr því hvort hægt sé að stjórna gæðakröfum og ef svo er þarf að ákveða hver eigi að stjórna þeim. Eru það miðstýrðar ríkisstofnanir, sveitarstjórnir, skipulagsfræðingar eða hinn almenni borgari sem tryggir að gæðakröfur séu gerðar til skipulags? Eitt er víst að umhverfislegum gæðum verður ekki stjórnað með reglugerðarákvæðum einum saman. Ef árangur á að nást þarf að koma til stóraukin fræðsla og gagnkvæmt upplýsinga- streymi milli þeirra sem búa við skipulagið og þeirra sem skipuleggja eða bera ábyrgð á skipulaginu. Á árlegum fundi norrænna skipulagsyfirvalda sem haldinn var á Akureyri í ágúst á þessu ári var gæðahugtakið til um- ræðu. Ekki er hægt að segja að niðurstaða hafi náðst í þeirri umræðu þótt almenn samstaða hafi verið um að áfram væri nauðsynlegt að standa skipulega að allri mannvirkjagerð og að ákveðin miðstýring væri þar nauðsynleg. Að öðru leyti var tal- ið að umræðan um gæðahugtakið mætti aldrei taka enda, ekki síst vegna þess að framhald umræðunnar gerði það að verkum að hlutverk skipulagsfræðinganna væri í stöðugri endurskoð- un. Slík endurskoðun er nauðsynleg vegna þess að skipulags- fræðin eins og hún er stunduð í dag er breið fræðigrein þar sem fátt er vitað um margt. Við gerð skipulags er nauðsynlegt að leita víða fanga og vinna síðan úr upplýsingunum grundvöll að skipulagsáætlun fyrir ákveðið svæði, þéttbýli eða hverfi. I skipulagsáætlun er verið að taka ákvarðanir um fjárfestingar langt fram í tímann og í flestum tilvikum ákvarðanir sem ekki verða aftur teknar. Ákvörðun um að byggja tólf hæða hús eða stofnbraut milli borgarhluta er ekki aftur tekin þegar áætlunin hefur verið framkvæmd. Það er því ekki að furða að sett sé spurningarmerki við hlutverk skipulagsfræðinga í mótun um- hverfisins. Getur skipulagsfræðingurinn t.d. út frá eigin Fallegt útsýni til fjalla hefur mikil áhrif á umhverfid. Er þetta það hesta sem íslenskir skipulagsaðilar geta gert? £■ ’ « lua-xaiTnn r# gMMMMH; | j u,u 8BESS3B 382* * " g SBM -- ■iSmaanfr ARKITEKTÚR OG SKIPULAG ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.