Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Síða 85

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Síða 85
Stjórnsýsluhús á ísafirði Fimmtán fyrirtœki og stofnanir undir einu þaki arkitektar: Albína og Guðfinna Thordarson burðarvirki: Verkfræðistofa Sig. Thoroddsen h.f. lagnir: Verkfræðistofa Sig. Thoroddsen h.f. raflagnir: Rafhönnun h.f. landslagsarkitekt: Björn Johannessen að var 17. september s.l. að Stjórnsýsluhúsið á ísafirði var formlega tekið í notkun. Þá voru aðeins liðin 4 ár frá því að samkeppni var haldin um hönnun hússins og aðeins 3 ár frá því að framkvæmdir hófust. Hugmyndin um hús fyrir helstu stjórnsýslustofnanir á Isa- firði er þó ekki ný. 14 ár eru liðin síðan Jóhann T. Bjarnason reifaði þessa hugmynd og hefur haldið henni vakandi síðan. Það er óneitanlega skemmtilegt fyrir arkitekta að sjá verk sfn rísa svo fljótt og greiðlega. Flest samkeppnisverk liggja ár- um saman í skúffum útbjóðenda áður en menn hafa krafta og kjark, þor og fjármagn til framkvæmda, ef þeir þá nokkurn tíma leggja í að halda áfram. Öll hugmynd hússins hélst frá samkeppnisstigi til lokafram- kvæmda. Tiltölulega litlar breytingar hafa orðið á húsinu frá því að samkeppnin fór fram ef undan er skilið, að húsnæði það, sem Áfengisverslun ríkisins var ætlað í samkeppninni, er nú orðið að lögreglustöð. Þar sem slíkt húsnæði er fyrst og fremst lokað húsnæði, sem ekki á samleið með almennu skrif- stofuhúsnæði, er þeirri starfsemi komið fyrir í sérstakri út- byggingu frá aðalhúsinu. Lokið var við húsið að fullu og fluttu allflestir inn tveim dögum áður en formleg opnun fór fram. Flestir þeir, sem fluttu inn í húsið, höfðu búið við þröngan húsakost og gamalt innbú af ýmsum toga. Þörfin fyrir þetta hús var orðin mikil, þar sem ekki hafði verið byggt skrifstofuhúsnæði á ísafirði í aldarfjórðung, eða frá því að Landsbankahúsið var reist. Við opnunarhátíðina kom vel í ljós hversu vel fólk rúmast í húsinu. Hvergi mynduðust þrengsli eða flöskuhálsar. Það gerðist ekki heldur daginn eftir, þegar öllum bæjarbúum var boðið upp á kaffi og kökur í húsinu. Þá komu í húsið 1300- 1400 manns á þremur klukkustundum. Einhver komst þannig að orði að nú væri hægt að halda 17. júní hátíðahöldin innan- húss, enda hægt að vera í miðrými á öllum hæðum og fylgjast með því sem gerist á neðri hæðum. Markmið okkar var að hanna hús sem tengdist vel umhverfi sínu. Aðkoma að húsinu er annars vegar frá Silfurtorgi og hins vegar frá bílastæðum við Pollinn. Því eru aðal-inngang- arnir tveir og tengjast báðir miðrýminu á 1. hæð hússins. Miðrými hússins er lykillinn að allri notkun þess. Að því snúa allar stofnanir hússins. Þar er opið upp í gegnum allar hæðir og yfir því er glerþak. Þetta glerþak stóð nokkuð í mönnum og áður en dómnefnd kvað upp úrskurð sinn lét hún reikna út hitatap og fleiri þætti, sem að glerþakinu snúa. Við þá útreikninga kom í ljós að hitatap var mun minna en ætla mætti og er skýringin sú að húsið er mjög samanþjappað að öðru leyti. Þetta mikla glerhýsi verður til að tengja húsið mjög náið umhverfi sínu. Það verkar nánast eins og framhald af Silfurtorginu og Iýsir upp allt umhverfi sitt. Auk þess að flytja umferð um húsið má nýta miðrýmið með ýmsum hætti. Það er ákjósanlegt fyrir sýningar af ýmsu tagi, sem geta verið á einni hæð eða fleirum. Það tengist einnig funda- og ráðstefnuað- stöðu á 4. hæð. Haldin var lokuð samkeppni um listskreytingu í miðrými hússins á 1. hæð og varð Steinunn Þórarinsdóttir hlutskörpust og mun verk hennar verða sett upp þar innan tíðar. Hvað efnisval varðar er burðarvirki hússins steyptir útvegg- ir, súlur og plötur. Húsið er einangrað að utanverðu og klætt Alucobond plötum í silfurgráum lit. Hurðir og gluggar eru úr álprófílum. Miðrými er klætt gráum viðarþiljum, en álklæðn- ing að utan nær inn fyrir glugga og mætir viðarklæðningunni. Marmari er á öllum gólfum í almenningsrými. Hengiloft eru úr hvítlökkuðum málmlistum. Heildarflatarmál hússins er 4.437 m2 og heildarrúmmál 16.160 m3. Heildarkostnaður við bygginguna var um 310 millj- ónir (uppreiknaður kostnaður í september 1988) og kostnaður er því tæpar 70.000 kr/m2. I verkefni sem þessu skiptir miklu máli að gott samstarf ná- ist með öllum aðilum. Segja má að allir aðilar hafi lagst á eitt við að verkið mætti ganga sem best. Byggingarnefnd var óvenju samvalin og staðráðin í að ljúka sínu verki sem best. Formaður byggingarnefndar var Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri, en aðrir í nefndinni voru: Högni Þórðarson, bankastjóri Utvegsbankans, Jóhann T. Bjarnason og Brynjólf- ur Sigurðsson, prófessor. Eftirlitsmaður var Eyjólfur Bjarna- son. ■ Albína og Guðflnna Thordarson ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.