Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Side 91

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Side 91
Parc de la Villette, í París Arið 1982 var boðið til alþjóðlegrar samkeppni um hönnun á borgargarði 21. aldarinnar. Garðinum var valinn staður á gömlu kjötmarkaðssvæði í la Villette hverfinu í norðausturhluta Parísar. Sá sem hlaut fyrstu verðlaun í samkeppninni var arkitektinn Bernard Tschumi og hefur tillaga hans vakið geysilega athygli. Áhrifin eru víða sjáanleg þótt misjafnlega hafi til tekist, en nauðsynlegt í því sambandi er að sjálfsögðu að skilja hug- myndafræði Tschumis og ná að staðfæra hana. Ástæðan fyrir þessari miklu athygli og að Tschumi tekst í rauninni að skapa nýja gerð borgargarða er fyrst og fremst sú að hann afneitar hinni hefðbundnu andstæðu náttúru og menningar. I stað þess eru grunnhugmyndir hans allt annars eðlis þar sem hann reyn- ir að túlka það félagslega hlutverk sem garðinum er ætlað. Garðurinn er byggður upp af þremur ákveðnum kerfum sem lögð eru hvert ofan á annað. Fyrst ber að nefna punktanetið sem hefur möskvastærð 120 x 120 m og er lagt þannig yfir garðinn að stefnur netsins falla saman við þann ás sem fylgir síkinu Bassin de la Villette sem sker garðinn þveran. Hlutverk netsins er að draga bæinn inn í garðinn og deila hinni ýmsu starfsemi sem borgargarður inniheldur, svo sem leikjum, íþróttum, tónlist, leiklist, sýningum o.fl., á skurðar- punkta netsins, eða hina svokölluðu safnpunkta. Á safnpunkt- unum er komið fyrir litlum byggingum eða „folies" eins og Tschumi kallar þær, en það getur bæði þýtt lystihús og brjál- æði. Þetta eru kubbar byggðir yfir 10 x 10 x 10 metra net og und- irdeilt í 9 minni kubba sem mynda rúðustrikaðan bakgrunn fyrir röð af samsetningarmöguleikum. Byggingar þessar eru undir sterkum áhrifum frá rússneska konstruktivismanum sem upphófst í Moskvu í kringum 1913. Næsta kerfi inniheldur rými, skapað af trjám og meðhöndl- un lands, sem undirstrika garðinn sem stað. Við mótun þess- ara hluta er ekki stuðst við neinar ríkjandi fyrirmyndir af staðnum, heldur notast við einföld grunnform. Ofan á þessi staðföstu og rólegu kerfi er svo bætt við göngu- stígakerfi fullu af spennu og hreyfingu. Tschumi skýrir svo frá að gönguleiðin eigi að skynjast sem filmuræma með tilheyr- andi hljóðrás. Hljóðrásin er takturinn í beygjum, brekkum og hellulögnum sem stígurinn mótar. Myndrásin eru þeir staðir og augnablik sem maður skynjar á leiðinni bæði sem áhorf- andi og þátttakandi í því sem fyrir augun ber. Göngustígurinn er ekki lagður á milli einhverra ákveðinna fastra punkta, held- ur hlykkjast hann á tilviljunarkenndan og amöbulegan hátt eins og filmunni hafi verið rúllað út yfir garðinn. Þannig und- irstrikar göngustígurinn sjálfstæði sitt gagnvart staðnum. Garðurinn er þannig árekstur milli þessara þriggja kerfa: Netakerfis hlutanna, kerfis rýma og kerfis hreyfingar. Yfir- borð garðsins eða flatirnar eru þannig afleiðing þessara kerfa og eru nokkrir þessara reita hugsaðir sem sjálfstæðir þema- garðar hannaðir af ólíkum arkitektum. Með árekstri þessara ákveðnu kerfa hefur Tschumi skapað hið tilviljunarkennda og þannig sett í gang hið óútreiknanlega sem þekkist í spila- mennsku. Gestir garðsins verða þannig hluti af þessu arki- tektatóníska spili. í dag getur maður upplifað hluta af þessu spili, en nú þegar Rúmleg mynd af uppbyggingu garðsins: Efst eru línurnar, kerfi rýma og kerfi hreyfingar. í miðið eru punktarnir, net- kerfi hlutanna. Neðst eru fletirnir, afleiðing kerfanna þirggja. hafa 8 lystihús verið byggð og gengið hefur verið frá hluta garðsins. Gesturinn er leiddur um bugðótta stíga ofan í niður- grafinn garð, upp tröppur og rampa, yfir brýr og er aldrei viss hvers er að vænta, en hefur þó hið ákveðna munstur lystihús- anna til að rétta sig eftir. I anda konstruktivismans eru lystihúsin og brýrnar unnin úr stáli, og það gert á mjög fágaðan hátt. Það er hvergi sparað og tæpast séð að nokkurs staðar sé gerð málamiðlun heldur er hugmyndin keyrð út í ystu æsar. Það er helst hægt að tala um byggingar þessar sem skúlptúra, enda nær ógerningur að gera sér í hugarlund hvaða starfsemi fer fram í hvaða húsi. Hinn sterki rauði litur, sem lystihúsin hafa, er yfirþyrmandi eins og maður upplifir garðinn í dag, en sú gagnrýni mun án efa verða óréttmæt þegar fram líða stundir, því há tré munu mynda bak- grunn húsanna og jafnvel byrgja sýn þeirra á milli. Ef áfram- haldið verður í þessum anda tel ég víst að að 12 árum liðnum muni garðurinn geta staðið undir nafninu garður 21. aldarinn- ar. ■ Sigurður Einarsson, arkitekt ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.