Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Side 94

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Side 94
Arkitektafélag íslands Arkitektafélag íslands er félag þeirra er lokið hafa námi í byggingarlist og hafa fengið leyfi iðnaðarráðu- neytisins til þess að kalla sig arkitekt. Tilgangur félagsins er: „að styðja að góðri byggingarlist í landinu, efla góða samvinnu félagsmanna og vernda hagsmuni þeirra.“ Innan vébanda félagsins starfa ýmsar nefndir með fjöl- breytilegt verksvið. Hér skal nokkurra getið: Samkeppnisnefnd veitir faglegar leiðbeiningar til undirbúnings og við framkvæmd samkeppni á sviði mannvirkjagerðar og skipulags. Tilgangur félagsins með samkeppni er m.a. Sýningarráð stendur fyrir áhugaverðum sýningum og fyrir- lestrum, jafnt erlendum sem innlendum, er snerta byggingar- list og skipulag. Bókasafnsnefnd sér um málefni fagbókasafnsins, innkaup bóka og áskrift fagtímarita. Átaks er nú að vænta á sviði bókasafnsmála. Ymsar aðrar nefndir, svo sem laganefnd og skemmtinefnd, fjalla um málefni, sem frekar lúta að innra starfi félagsins. Stjórn Arkitektafélags íslands hefur umsjón með skipulags- málum og fjármálum félagsins, erlendum samskiptum og al- hliða stjórn félagsmála. Arkitektafélagið er aðili að UIA, sem eru alþjóðleg samtök arkitektafélaga. ■ að leiða í ljós frjóar hug- myndir til þróunar bygging- arlistar í landinu, ■ að tryggja útbjóðendum hæfa arkitekta, ■ að stuðla að réttlátri skipt- ingu verkefna milli arkitekta. Gjaldskrárnefnd fjallar um stefnumarkandi mál hvað varðar gjaldtöku fyrir störf arkitekta. Nefndin fjallar einnig um álita- mál og ágreining er upp kann að koma milli félagsmanna og viðskiptavina. Núverandi stjórn félagsins skipa: Stefán Benediktsson, formaður. Stefán Öm Stef- ánsson, gjaldkeri. Málfríður Klara Kristiansen, ritari. Guðlaugur Gauti Jónsson, meðstjómandi. Framkvæmdastjóri A.í. og Ásmundarsalar er Láms M. Björnsson. Eftirfarandi þjón- ustuþættir heyra undir stjórn A.Í.: Skrifstofa, sem staðsett er í húsi félagsins, Ásmundarsal, að Freyjugötu 41. Þar eru veittar upplýsingar um mál- efni arkitekta og tekið á móti erindum til stjórnar og nefnda. Félagatal er afhent þeim er þess óska. Einnig er fólki með hönnunarmenntun veitt aðstoð í atvinnuleit. Ásmundarsalur, sem er gallerí á sviði myndlistar og bygg- ingarlistar. Bókasafn á sviði byggingarlistar og skipulagsmála. Arkitíðindi er félagstímarit A.I. Það er gefið út fjórum sinnum á ári. Ritstjóri er Málfríður Klara Kristiansen. Arkitektafélag íslands á 50 ára afmæli árið 1989. Þá er að vænta ýmissa uppákoma til fróðleiks og skemmtunar. ■ Gott fólk: Spyrjið arkitektinn um ráð!! Á undanförnum árum hafa margar mikilvægar sam- keppnir verið haldnar á veg- um félagsins, til að mynda um Alþingishús og ráðhús í Reykjavík. Á næstunni eru m.a. fyrir- hugaðar tvær viðamiklar samkeppnir um skipulag á svæðum í landi Kópavogs og Reykjavíkur. Menntamálanefnd er umsagnaraðili gagnvart ráðuneytum í málum þeirra er lokið hafa námi í arkitektúr og óska eftir að fá að leggja teikningar fyrir byggingarnefndir sveitarfélag- anna. Nefndin leitast við að hafa aðgengilegar upplýsingar um arkitektúrnám í hinum ýmsu löndum og skólum, einnig stend- ur hún fyrir endurmenntunarnámskeiðum fyrir arkitekta. ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.