Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Page 94
Arkitektafélag íslands
Arkitektafélag íslands er félag þeirra er lokið hafa
námi í byggingarlist og hafa fengið leyfi iðnaðarráðu-
neytisins til þess að kalla sig arkitekt.
Tilgangur félagsins er: „að styðja að góðri byggingarlist í
landinu, efla góða samvinnu félagsmanna og vernda hagsmuni
þeirra.“
Innan vébanda félagsins starfa ýmsar nefndir með fjöl-
breytilegt verksvið. Hér skal nokkurra getið:
Samkeppnisnefnd veitir faglegar leiðbeiningar til undirbúnings
og við framkvæmd samkeppni á sviði mannvirkjagerðar og
skipulags. Tilgangur félagsins með samkeppni er m.a.
Sýningarráð stendur fyrir áhugaverðum sýningum og fyrir-
lestrum, jafnt erlendum sem innlendum, er snerta byggingar-
list og skipulag.
Bókasafnsnefnd sér um málefni fagbókasafnsins, innkaup
bóka og áskrift fagtímarita. Átaks er nú að vænta á sviði
bókasafnsmála.
Ymsar aðrar nefndir, svo sem laganefnd og skemmtinefnd,
fjalla um málefni, sem frekar lúta að innra starfi félagsins.
Stjórn Arkitektafélags íslands hefur umsjón með skipulags-
málum og fjármálum félagsins, erlendum samskiptum og al-
hliða stjórn félagsmála. Arkitektafélagið er aðili að UIA, sem
eru alþjóðleg samtök arkitektafélaga.
■ að leiða í ljós frjóar hug-
myndir til þróunar bygging-
arlistar í landinu,
■ að tryggja útbjóðendum
hæfa arkitekta,
■ að stuðla að réttlátri skipt-
ingu verkefna milli arkitekta.
Gjaldskrárnefnd fjallar um stefnumarkandi mál hvað varðar
gjaldtöku fyrir störf arkitekta. Nefndin fjallar einnig um álita-
mál og ágreining er upp kann að koma milli félagsmanna og
viðskiptavina.
Núverandi stjórn félagsins
skipa: Stefán Benediktsson,
formaður. Stefán Öm Stef-
ánsson, gjaldkeri. Málfríður
Klara Kristiansen, ritari.
Guðlaugur Gauti Jónsson,
meðstjómandi.
Framkvæmdastjóri A.í. og
Ásmundarsalar er Láms M.
Björnsson.
Eftirfarandi þjón-
ustuþættir heyra
undir stjórn A.Í.:
Skrifstofa, sem staðsett er í
húsi félagsins, Ásmundarsal,
að Freyjugötu 41. Þar eru
veittar upplýsingar um mál-
efni arkitekta og tekið á móti
erindum til stjórnar og nefnda. Félagatal er afhent þeim er
þess óska. Einnig er fólki með hönnunarmenntun veitt aðstoð
í atvinnuleit.
Ásmundarsalur, sem er gallerí á sviði myndlistar og bygg-
ingarlistar.
Bókasafn á sviði byggingarlistar og skipulagsmála.
Arkitíðindi er félagstímarit A.I. Það er gefið út fjórum
sinnum á ári. Ritstjóri er Málfríður Klara Kristiansen.
Arkitektafélag íslands á 50 ára afmæli árið 1989. Þá er að
vænta ýmissa uppákoma til fróðleiks og skemmtunar. ■
Gott fólk: Spyrjið arkitektinn um ráð!!
Á undanförnum árum hafa
margar mikilvægar sam-
keppnir verið haldnar á veg-
um félagsins, til að mynda
um Alþingishús og ráðhús í
Reykjavík.
Á næstunni eru m.a. fyrir-
hugaðar tvær viðamiklar
samkeppnir um skipulag á
svæðum í landi Kópavogs og
Reykjavíkur.
Menntamálanefnd er umsagnaraðili gagnvart ráðuneytum í
málum þeirra er lokið hafa námi í arkitektúr og óska eftir að
fá að leggja teikningar fyrir byggingarnefndir sveitarfélag-
anna. Nefndin leitast við að hafa aðgengilegar upplýsingar um
arkitektúrnám í hinum ýmsu löndum og skólum, einnig stend-
ur hún fyrir endurmenntunarnámskeiðum fyrir arkitekta.
ARKITEKTÚR OG SKIPULAG