AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Page 13

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Page 13
Tengsl arkítektsins vi< gsi arniK landið, • hciman og heim. Dr. HALLDÓRA ARNARDÓTTIR LISTFRÆDIMGUR I. Einbýlishús í Garðabæ teiknað af Högnu Sigurðar- dóttur (1968). Tilkall hússins til gömlu torfbæjanna fær mann til að ætla að hægt sé að ganga á þakinu, tilbúinn þakgarður - ný eða gömul hugmynd? Ljósm: G.Ó.J. Eldur og ís, vatn og hiti eru jarðsam- bönd mannsins við íslenska náttúru. Fjöll, hraun, litir og ólík mynstur mynda ákveðinn hrynjanda í landslag- inu, auka dulmegni þjóðsagna og berast þannig inn í daglegt líf lands- manna. Hvort sem búið er í borg eða á bæ, þá er tilvist mannsins ávallt í sjónrænu sambandi við náttúruna. Veður og vindar minna líka óspart á tilvist guðanna. Svo spurt er, hver er máttur hins byggða umhverfis á íslandi? Það væri hægt að hugsa sér að húsið innanvert enduspeglaði stöðu og ímynd íbúans á meðan framhliðar húsanna fælu í sér innra rými borgar- innar/bæjanna. Borgin endurspeglaði þannig menningarstig borgaríbúanna sjálfra almennt. Viðhorf og einkenni, hefðir og menning kæmu fram í húsbyggingum ekki aðeins í formum heldur í dýpri túlkun á umhverfinu sem tengdu það síðan við formið, efniviðinn og litina sem væru fyrir á staðnum. Húsagerð væri miðill fólksins sín á milli og um sjálft sig. Hún tengdi þarfir lífsins við menn- inguna og menninguna við daglegt líf. Staðhættir og söguleg hefð væru hluti af umhverfinu og virkj- andi þættir í sköpun arkitektsins. Einbýlishús Högnu Sigurðardóttur í Garðabæ (1968) er ögr- andi tilvísun í gamla hefð landsins þar sem form, inntak og fegurð mynda söguleg tengsl við náttúru og menningu. 2. Þórdís Zoega, innanhússarkitekt. Mímir. (1992) Stóllinn er klæddur kaldri og hlýrri efnisáferð og vitnar í íslenska menningarsögu. Þá getur þessi stóll átt víða heima. Ljósm: Grímur. Mynd 1 Högna endurvekur öryggi skjólsins í minningunni um gamla torfbæinn grafinn í jörðu sem jafnframt þjónaði sínu mannlega hlutverki sem bústaður. Hús Högnu rís upp úr jörðu og verður henni samgróið að utan en að innan tekur hið mannlega umhverfi við. Arkitekt Nútímastefnunnar hannaði mannlega umhverfið til hlítar. Æskilegt var að faglegt svið hans næði frá hinu smáa og einstaka, t.d. skeið- inni, til hins almenna, allrar borgarinnar. Hann myndi reyna að samræma umhverfið og kalla fram mannleg hlutföll. Hver hlutur næði einstöku sam- bandi við einstaklinginn. Á síðustu árum hefur innanhússarkitektúr, hús- gagna- og iðnhönnun hins vegar líka verið stund- uð af öðrum heldur en arkitektum svo mikilvægt er að gera sér grein fyrir til hvaða hóps er höfðað þegar ákveðinn hlutur er mótaður og gerður hluti af umhverfinu. Hönnun smærri eininga eins og húsgagna er tákn þjóðfélagslegra gilda líkt og hús. Hönnun þeirra ber vitni um flókið mynstur þjóðfél- agsins, sem kemur fram í efnisvali og áferð, form- lögun og fegurðarmati, hvort húsgagnið er hugsað sem einstakur hlutur, sem fær að njóta sín á sama hátt og skúlptúr, eða litið sé á hann sem einingu stærri heildar.

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.