AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Side 15

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Side 15
um gluggum sem skera í gegnum hana í formi kross og brýtur um leið hið hefðbundna rótgróna jarðsamband sem torfkirkjan hefur við landið. Önnur túlkun á umhverfinu birtist í einbýlishúsi í Garðabæ teiknuðu af Manfreð Vilhjálmssyni frá árinu 1960. Þar koma japönsk áhrif glöggt fram í rýmismyndun, léttleika og í meðferð gluggaraðar efst við þakið. Mynd 4. Þunn rák glersins brýtur upp bygging- una að ofan og gerir það að verkum að þakið sýnist svífa ofan á grunnum vatnsfleti og gerir bygginguna ólíkt léttari gegn harðri steinsteypunni. Arkitektinn opnar húsið út í garðinn og rennur garðurinn saman við stofuna með samspili veggja, glugga og limgerðis. Upp að húsinu er gengið á grasi, síðan á trépöllum og loks yfir tilhöggnar steinhellur sem halda áfram alveg inn í stofu. Sól- skermur úr tré er yfir gluggum sem hlífir íbúum við sterku sólskini en lokar ekki fyrir vetrarsól. í mörgum tilfellum hefur arkitektum ekki tekist að samræma þessi tengsl við landið við sínar eigin hugmyndir. Má ef til vill rekja hluta ástæðunnar í þá staðreynd að hingað til hefur enginn heilsárs arkitektaskóli verið starfræktur á íslandi þó nú sé verið að vinna að stofnun hans. Allir íslenskir arki- tektar hafa stundað nám sitt erlendis, þar á meðal 6. Naustahverfi á Akureyri (1996) teiknað af Kanon arkitektum. „Lestur í landið“ er yfirskrift þessarar tillögu. Skipulagssvæðið afmarkast af svipmiklu land- slaginu og hrynjandanum í giljunum. 5. Ráðhús Reykjavíkur (1992) teiknað af Studio Granda. Tilkall byggingarinnar til náttúrunnar flyst með straumum vatnsins íTjörninni. Eiginleikar þess breytast þó ávallt reynist það heimkynni fuglanna og breytist þá byggingin í klettabjarg viðTjörnina.

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.