AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Side 18

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Side 18
BYGGINGAREFNIN torf og GUNNLAUGUR O JOHNSON, ARKITEKT 1. Einbýlishús á Bakkaflöt í Garðabæ. Arkitekt Högna Sigurðardóttir. 2. Mosaveggur á ráðhúsi Reykjavíkur. Arkitektar Stúdío Granda. Ljósm. í grein G.Ó.J. nema annað sé tekið fram. gegnum aldirnar hafa torfþök og steinhleðslur verið aðal byggingarefni íslendinga. Ekki kemur það til af góðu einu, heldur helgast það fyrst og fremst af staðháttum; það voru ekki önnur byggingarefni til taks. Ásýnd bygginga var því meira í ætt við mishæðir í landslaginu fremur en byggingarlist í fræðilegum skilningi. Nú á dögum eru íslenskir arkitektar á ný farnir að nota þetta byggingarefni. Ekki er endilega verið að byggja á hefðum, heldur nálgast menn þetta eins og hvert annað byggingarefni; nýta sér kosti þess og eðli á nútímalegan hátt. Mest hafa menn verið að nýta sér torfþökin til að festa byggingarnar í landslaginu, og til að fela óá- sjálega byggingarhluta eða minnka umfang þeirra sjónrænt. Aðrir hafa nýtt sér torfið til að skapa rými og „sitúasjónir", og kalla fram andstæður milli nútímalegri byggingarefna og þeirra hefðbundnu. Eiginleg torfþök eru ekki algeng, en setja ákaf- lega skemmtilegan svip á viðkomandi byggingar. Búast má við fjölgun torfþaka eftir því sem bygg- ingartækni þróast og vandamál tengd torfþökum heyra senn sögunni til. Fjölbreytni í útfærslum á torfþökum eru engin takmörk sett, og eftir því sem dirfska og frumleiki frumherjanna eykst, því óra- gari verða sporgöngumenn þeirra við að fylgja á eftir. arjo

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.