AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Page 22

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Page 22
BORG OG NATTURA Sýning og bók í tilefni menningarárinu 2000 TRAUSTI VALSSOM, ARKITEKT Sýningin og bókin sem hér greinir frá fjallar um hvernig Reykjavík er mótuð í samspili við náttúr una, og lærdómar sem verða dregnir af því fyrir hina komandi öld. SÝNINGIN: Staður: Ráðhús Reykjavíkur Tími: Frá 6. til 26. maí árið 2000. Þema Reykjavíkur á menningarárinu 2000 er „menning og náttúra". Bókin sem kemur út hjá Háskólaútgáfunni í nóvember 1999 mun einnig gera þessu þema skil. í upphafi mótaðist borgin í mjög nánu samspili við náttúruna, en fjarlægðist hana á tímum tækni- hyggjunnar. Nú hefur mönnum loks skilist hve mikilvægt er að borgir, og mannlífið almennt, nái aftur tengslum við náttúruna og lögmál hennar. Skipulagssaga Reykjavíkur býður upp á sérstak- lega gott tækifæri til að sýna, t.d. með gömlum Ijósmyndum, hve fagurt og gefandi samspilið við náttúruna var lengi framan af. Hvernig tengslin glötuðust á tækniöld er líka lærdómsríkt, en þó er það fyrst og fremst lærdómsríkt hvernig borgin hefur núna, á þremur síðustu áratugum, hafið mjög metnaðarfullt starf við að endurheimta þessi tengsl. Að baki þessu liggur sú sýn að nauðsynlegt sé að skapa á ný tengsl við náttúruna til að yfirvinna hið vélræna og firrta í lífi borgarbúa nútímans. Af því að kynna sér hvernig þetta er framkvæmt í Reykjavík, geta aðrar borgir og aðrar þjóðir haft nokkurt gagn af. Sýningin leggur áherslu á samspilið við frum- elementin fjögur sem menningarárið í Reykjavík er kennt við: Vatnið, þ.e. samspil borgarinnar við strönd og haf. Jörðina, sem er sá grunnur sem borgin er byggð á og tengist borgarlífinu nú í opnum svæðum og við jaðar hennar. Eldurinn í iðrum jarðar, sem í formi jarðhitans hefur mótað borgina, Loftið, sem er sjálf himinhvelfingin og þá um leið sjóndeildarhringurinn sem mótar ytri umgjörð eða ramma þessarar borgar. EINKENNI AÐFERÐARFRÆÐI SAN- TENCINCAR í HÖNNUN OG SKIPU- LAGI Það er einkenni vestrænnar menningar að stilla öllu upp í svo- kölluð andstæðupör. Þannig ert.d. talað um mann og konu, hús og garð og borg og náttúru sem and- stæður. Menning framtíðarinnar þarf að reyna að losna úr þessum andstæðuhugsunarhætti og fara að sjá að hægt er að líta á þessi pör sem eina einingu sem hefur tvær gagnkvæmt styrkjandi hliðar. Trausti Valsson bjó til aðferðar- fræði um það hvernig hanna skal slík gagnstyrkjandi pör saman í dr.- ritgerð sinni (A Theory of Integration ....við Berkeley 1987). Líta má á þessa aðferðarfræði sem útfærslu á fræðum Ittens frá Bauhaus um gagnstyrkjandi liti fyrir svið hönnunar og skipulags. Árið 1998 rmyndaði Trausti starfshóp með fimm sérfræðingum Reykjavíkurtil að undirbúa sýningu- na um samspil borgar og náttúru á menningar- árinu 2000. Þeir eru Björn Axelsson, Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir, Pétur H. Ármannsson, Úlfar Más- son og Sigurjón Hafsteinsson. Þessi sami hópur er Trausta einnig til ráðuneytis við ritun bókar sem kemur út samhliða sýningunni. Útgefandi bókar- innar, sem bæði er gefin út á íslensku og ensku, er Háskólaútgáfan. ■ verði gagnkvæmt styrkjandi, sem leiðir til þess að út úr dæminu kemur ekki 1 + 1=2 heldur 1 + 1=3!

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.