AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Síða 22

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Síða 22
BORG OG NATTURA Sýning og bók í tilefni menningarárinu 2000 TRAUSTI VALSSOM, ARKITEKT Sýningin og bókin sem hér greinir frá fjallar um hvernig Reykjavík er mótuð í samspili við náttúr una, og lærdómar sem verða dregnir af því fyrir hina komandi öld. SÝNINGIN: Staður: Ráðhús Reykjavíkur Tími: Frá 6. til 26. maí árið 2000. Þema Reykjavíkur á menningarárinu 2000 er „menning og náttúra". Bókin sem kemur út hjá Háskólaútgáfunni í nóvember 1999 mun einnig gera þessu þema skil. í upphafi mótaðist borgin í mjög nánu samspili við náttúruna, en fjarlægðist hana á tímum tækni- hyggjunnar. Nú hefur mönnum loks skilist hve mikilvægt er að borgir, og mannlífið almennt, nái aftur tengslum við náttúruna og lögmál hennar. Skipulagssaga Reykjavíkur býður upp á sérstak- lega gott tækifæri til að sýna, t.d. með gömlum Ijósmyndum, hve fagurt og gefandi samspilið við náttúruna var lengi framan af. Hvernig tengslin glötuðust á tækniöld er líka lærdómsríkt, en þó er það fyrst og fremst lærdómsríkt hvernig borgin hefur núna, á þremur síðustu áratugum, hafið mjög metnaðarfullt starf við að endurheimta þessi tengsl. Að baki þessu liggur sú sýn að nauðsynlegt sé að skapa á ný tengsl við náttúruna til að yfirvinna hið vélræna og firrta í lífi borgarbúa nútímans. Af því að kynna sér hvernig þetta er framkvæmt í Reykjavík, geta aðrar borgir og aðrar þjóðir haft nokkurt gagn af. Sýningin leggur áherslu á samspilið við frum- elementin fjögur sem menningarárið í Reykjavík er kennt við: Vatnið, þ.e. samspil borgarinnar við strönd og haf. Jörðina, sem er sá grunnur sem borgin er byggð á og tengist borgarlífinu nú í opnum svæðum og við jaðar hennar. Eldurinn í iðrum jarðar, sem í formi jarðhitans hefur mótað borgina, Loftið, sem er sjálf himinhvelfingin og þá um leið sjóndeildarhringurinn sem mótar ytri umgjörð eða ramma þessarar borgar. EINKENNI AÐFERÐARFRÆÐI SAN- TENCINCAR í HÖNNUN OG SKIPU- LAGI Það er einkenni vestrænnar menningar að stilla öllu upp í svo- kölluð andstæðupör. Þannig ert.d. talað um mann og konu, hús og garð og borg og náttúru sem and- stæður. Menning framtíðarinnar þarf að reyna að losna úr þessum andstæðuhugsunarhætti og fara að sjá að hægt er að líta á þessi pör sem eina einingu sem hefur tvær gagnkvæmt styrkjandi hliðar. Trausti Valsson bjó til aðferðar- fræði um það hvernig hanna skal slík gagnstyrkjandi pör saman í dr.- ritgerð sinni (A Theory of Integration ....við Berkeley 1987). Líta má á þessa aðferðarfræði sem útfærslu á fræðum Ittens frá Bauhaus um gagnstyrkjandi liti fyrir svið hönnunar og skipulags. Árið 1998 rmyndaði Trausti starfshóp með fimm sérfræðingum Reykjavíkurtil að undirbúa sýningu- na um samspil borgar og náttúru á menningar- árinu 2000. Þeir eru Björn Axelsson, Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir, Pétur H. Ármannsson, Úlfar Más- son og Sigurjón Hafsteinsson. Þessi sami hópur er Trausta einnig til ráðuneytis við ritun bókar sem kemur út samhliða sýningunni. Útgefandi bókar- innar, sem bæði er gefin út á íslensku og ensku, er Háskólaútgáfan. ■ verði gagnkvæmt styrkjandi, sem leiðir til þess að út úr dæminu kemur ekki 1 + 1=2 heldur 1 + 1=3!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.