AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Page 31

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Page 31
'C«Í m‘Wmrnrfn I .Kópavogslaug. Arkitekt Högna Sigurðardóttir. 2. Laugardalslaug. ^^99 /7 í í 1 i T / / / II rt i n\ \ \ \ n vs en á þessari öld sem einn og einn sérvitringur fer aftur að baða sig uppúr öðru en ísköldu vatni. En nú er öldin önnur. Með aukinni velmegun og menntun hafa menn lært að nýta sér þessa nát- túruauðlind. Ein og ein sundlaug var gerð fyrr á öldinni, aðallega til sundkennslu, sem er afar mik- ilvæg í svo nánu sambýli við hafið og straumvötn sem hér á landi. Hin síðustu árin hefur hins vegar orðið bylting í baðmenningu íslendinga, og hafa verið gerðar ótal sundlaugar vítt og breitt um landið, og gamlar laugar hafa gengið í endurnýjun lífdaga. Nú þykir ekki sá staður með stöðum sem ekki státar af sundlaug og heitum pottum, með gufuböðum og vatnsrennibrautum og nuddpottum, svo fátt eitt sé talið. Þetta er í takt við þá þróun sem orðið hefur í nágrannalöndunum. Sérstaða íslands er þó sú að þetta eru einatt útilaugar, og í ofanálag eru þær notaðar allan ársins hring. Þar gerir jarðvarminn vitaskuld muninn; það er óendanlega nóg af heitu vatni til að fylla laugarnar árið um kring. íslenskir arkitektar hafa náð langt í hönnun bað- og sundlaugarmannvirkja, þar sem saman fara hátæknilegar lausnir á viðfangsefninu og mótun umhverfis í kringum tómstundir almennings og íþróttaiðkun. 29

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.