AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Page 35

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Page 35
1. Eitt af glæsilegustu báru- járnshúsunum frá síðustu aldamótum, leikhúsið Iðnó, nýlega endurnýjað. Ljósm.SAV 2. Bæklingur Minjaverndar: Bárujárn, verkmenning og saga. 3. Sum fallegustu bárujárns- húsin standa við Tjarnar- götu, Rvk. Ljósm.: SAV Arið 1995 gaf Minjavernd út bæklinginn Bárujárn, verk- menning og saga. Ritstjóri þessa ágæta bæklings var Hjörleifur Stefánsson, arkitekt, en meðhöfundar hans eru arki- tektarnir Grétar Markússon og Stefán Örn Stefánsson. Bæklingurinn er 60 bls. að stærð og gefur gott yfirlit um þennan þátt ísienskrar mann- virkjagerðar. Hér fer á eftir útdráttur úr þess- um bæklingi, en hann er m.a. fáanlegur á skrifstofu Arkitektafélags íslands. (ritstj.) Bárujárnsklædd timburhús eru óvíða til annars staðar en á íslandi og líklega hvergi í jafnríkum mæli. Þau eru snar þáttur í byggingarsögu okkar og bæjarmenningu. Þau eru sérstakt framlag íslensku þjóðarinnar til húsagerðarsögunnar, enda vekja þau athygli þeirra ferðamanna sem hingað koma og hafa auga fyrir því sem ein- kennir umhverfi okkar. Bárujárn endist ekki að eilífu frekar en önnur byggingarefni. Oftast er það tæring, þ.e. ryð, sem takmarkar endingu þess. Stundum má kenna um óheppilegum eða beinlínis röngum 33

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.