AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Qupperneq 36

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Qupperneq 36
Góð dæmi um bárujárnshús er að finna í Grjótaþorpi, Rvk. Ljósm: SAV. frágangi en fyrir kemur einnig að bárujárn skemm- ist vegna hnjasks, það rifnar eða dældast. En jafn- vel þegar frágangur er eins og best verður á kosið tærist járnið að lokum og eyðist. Þegar um friðuð hús er að ræða og önnur hús sem hafa menningarsögulegt gildi skiptir oft miklu máli að upphaflegt handverk hússins varðveitist og að efnisnotkun og aðferðum verði ekki raskað nema í undantekningartilvikum. Bárujárn tók að berast hingað frá Englandi seint á 7. tug seinustu aldar. Um þær mundir opnuðust nýjar verslunarleiðir til Englands vegna sauða- sölunnar svokölluðu, þegar umtalsverður útflutn- ingur hófst á lifandi sauðfénaði. Nýjar verslunarvörur komu með skipunum sem sóttu sauðféð og meðal þeirra var bárujárnið. Talið er að fyrst hafi bárujárn verið sett á húsþak timburhúss í brennisteins- námunum í Krýsuvík skömmu fyrir 1870, en þær voru reknar af ensku félagi. Þá voru þök íslenskra timb- urhúsa langflest klædd tjörguðu timbri. Slík þök voru talin endast illa og erfitt var að halda þeim regnþéttum. Talið er að Geir Zoéga útgerðarmaður hafi fyrstur íslensk- ra manna sett bárujárn á hús sitt árið 1874 og tveimur árum síðar setti Valgarður Breiðfjörð smið- ur og kaupmaður bárujárn á þak og veggi á húsi sínu, Aðalstræti 8 í Reykjavík, og hefur það ef til vill verið í fyrsta sinn sem bárujárn var notað á húsveggi hér á landi. Reykjavík gekk í Brunabótafélag dönsku kaup- staðanna árið 1874 og var þá gert skylt að leggja eldtraust þök á öll ný hús. Sú ákvörðun hefur ef- laust átt drjúgan þátt í því hve mikla útbreiðslu bárujárnið fékk á skömmum tíma. Um 1874 voru aðeins bárujárn og steinskífur viðurkennd sem eldtraust þakefni hér á landi. Bárujárnið var a.m.k. 34
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.