AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Page 37

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Page 37
1. Fríkirkjan, ein af fáum kirkjum sem klæddar hafa verið bárujárni. 2. Gluggi á húsi við Tjarnargötu. 3. Fleiri og fleiri eru farnir að gera sér grein fyrir gildi þessara húsa. Veitingahúsið Viktor í Fálkahúsinu, Hafnarstræti. Ljósmyndir: SAV helmingi ódýrara en skífurnar. Eftir mikinn bæjarbruna í Reykjavík árið 1914 var nánast bannað að byggja timburhús í Reykja- vík. Eftir það voru nær því öll hús sem reist voru gerð úr steinsteypu. Áfram var bárujárn notað á þök húsanna. Um 1970 var orðin töluverð breyting á afstöðu almennings og stjórnmálamanna til húsafriðunar og um það leyti var hafin stórfelld viðgerð og end- urbætur á gömlum timburhúsum. Skilningur hafði vaxið á því að bárujárn hafði valdið byltingu í ís- lenskri húsagerð og var að mörgu leyti eitt ákjós- anlegasta byggingarefni sem hér var völ á. Handverkskunnáttu við smíðar timburhúsa hafði hrakað frá því í byrjun aldarinnar og þekking og reynsla á notkun bárujárns var ekki almenn meðal smiða. Þessum bæklingi er m.a. ætlað að örva áhuga á bárujárnsnotkun og hvetja til þess að gömlum bárujárnshúsum sé vel viðhaldið. Hér er kynnt saga bárujárnsins og reynt eftir mætti að lýsa þróun handverksins og notkun þess. Leiðbeint er um aðferðir við notkun bárujárns á nýjum húsum en þó einkum við endurnýjun bárujárns á gömlum, friðuðum húsum. Mikilvægt er að hafa í huga, að oft háttar svo til að fleiri en ein aðferð koma til greina þegar ákveða skal hvernig nota skuli bárujárn. Bárujárns- klæðning húsa byggist á handverki sem hófst á öldinni sem leið og er enn í þróun. Um hálfrar aldar skeið lá timburhúsagerð hér á landi að mestu niðri en fyrir um það bil 25 árum var þráðurinn tekinn upp að nýju og enn er verið að bæta aðferðir og útfærslur. ■ 35

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.