AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Page 46

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Page 46
LMT^ T_rn_p “L-U Kópavogskirkjí Gerðarsafn Tónlislarhi Helgunorsvœði P'ANNHfiltG' JORCAJilWLTSÍBMn WWRff Kópavogsskóli UIGRANESVEGUK Tillaga Auðar Sveinsdóttur landslagsarkitekts og Benjamíns Magnússonar arkiteks að framtíðarþróun miðbæjar Kópavogs.Yfirlitsmynd. Ráðgjöf, Verkfræðistofan Hamraborg. 77 norðan götu (neðra plan). - Tillaga að bíla- stæðum austan Tónlistarhúss leysir að verulegu leyti þörf fyrir bílastæði á vesturhluta svæðisins og bætir aðgengi að Tónlistarhúsi. - Tillagan gerir ráð fyrir því að umferð gangandi vegfarenda milli „austur og vesturbakka" verði öll færð yfir á suður- hluta brúarinnar, gönguleið verður skýrari og umferðaröryggi eykst. - Gönguleið frá Fannborg (plan við Heilsugæslu og yfir á vesturbakkann) tengir á skemmtilegan hátt austur - og vesturbæ og leysir vel aðgengi frá Fannborg að Tónlistar- húsi og Listasafni. UMHVERFI/YFIRBRAGÐ Hugmynd um „Hamrana" í Hamraborginni er skemmtileg og getur orðið kennileiti fyrir Hamra- borgina og miðbæinn. - Tillagan gerir ráð fyrir úrbótum á megingönguleiðum yfir núverandi brýr þar sem gönguleið er aðskilin frá götu með „lokuðu" grindverki. Myndun skjólveggja við brú og aukinn gróður dregur úr vindálagi á gönguleið og skaðar hlýlegt yfirbragð á miðbæjarsvæðinu. - Tillagan gerir ráð fyrir ráðhústorgi og breyttri að- komu að bæjarskrifstofum. Bygging glerhúss og breyttur aðalinngangur að skrifstofubyggingunni bætir ásýn og aðkomu að bæjarskrifstofum sem lengi hafa verið í „felum“. Tillaga að breyttri að- komu að bæjarskrifstofum með bílastæðum aust- an við Fannborg 2 og ráðhústorg er góð. YFIRBYGGIHG Höfundar gera ráð fyrir að byggt verði yfir gjána í heild sinni. Gert er ráð fyrir uplýsinga- og þjón- ustumiðstöð við syðri brú. Bygging á þessu svæði leysir vel aðstöðu fyrir almenningsvagna auk þess sem upplýsinga- og þjónustumiðstöð er vel staðsett á þessum stað. Tillagan gerir ráð fyrir miðbæjartorgi á svæðinu, á milli Hamraborgar 8 og upplýsinga- og þjónustumiðstöðvar, þar sem m.a. er gert ráð fyrir útisviði. ■

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.