AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Page 52

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Page 52
1. Garðbýlishús við Hellu 1995. Eigandi Gerður Jónasdóttir. 2. Garður inni. 3. Glerskáli úti. Fyrsta vistvæna deiliskipulagið sem samþykkt var hér á landi árið 1995 var einnig unnið á vegum T.B. - Með þessu starfi hefur fengist mikilvæg reynsla á þessu sviði - að vísu bæði jákvæð og neikvæð - sem nota má hér á landi. Verður sagt nánar frá því hér á eftir. Rétt er að geta þess til frekari upplýsingar að vistþorpið í Torup á Sjálandi fékk Sólar-verðlaun Evrópuráðsins haustið 1994. Þau voru í flokknum: Skipulag opinberra aðila til framgangs sjálfbærrar þróunar. Og þá má einnig minnast á það að undir- ritaður var tilnefndur af Dönum til Norrænu Um- hverfisverðlaunanna árið 1997 vegna starfa við sjálfbæra hönnun þar í landi. VISTVÆNT SKIPULAG GUNNARS- HÓLNA En fyrir árið 1995, þegar fyrsta vistvæna deili- skipulagið var formlega samþykkt hérlendis, hafði þegar verið gerð önnur raunhæf deiliskipulagstilla- ga hérlendis á vegum T.B. með þessi sömu sjónar- mið sjálfbærni að leiðarljósi. Það var á jörðinni Gunnarshólma í Kópavogi árið 1989. Jörðin Gunnarshólmi er í einkaeign og eigendur hennar óskuðu eftir því að þar yrði unnið vistvænt skipulag með alls 44 sjálfstæðum íbúðum hver um sig á 2500 til 3500 fermetra lóð. Þessi vistvæna skipulagstillaga var lögð fram í bæjarstjórn Kópa- vogs sama ár en var hafnað þar. Og hún hefur enn ekki fengist samþykkt af bæjaryfirvöldum í Kópa- vogi enda þótt jörðin Gunnarshólmi sé enn ónotuð. Málinu var því ekki tekið með velvilja. Því var borið við, að of dýrt yrði að aka börnum íbúanna til skóla. - En það má einnig leiða að því líkur, að almennur þekkingarskortur og skilningsleysi á því hvað felst í sjónarmiðum sjálfbærni hafi ráðið hér nokkru um. Deiliskipulagið fyrir Gunnarshólma gerir ráð fyrir fjórum byggðaklösum með alls ellefu íbúðarbygg- ingum í hverjum klasa en með sameiginlegri bygg- ingarlóð í miðju hans, t.d. fyrir vinnuaðstöðu eða bílageymslu. Klösunum fjórum er haldið vel að- skildum en sjálfar íbúðirnar eru aðlagaðar að ís- lensku veðurfari jafnframt sjónarmiðum sjálfbærni. Þannig er gert ráð fyrir því að reisa á hverri lóð allt að 300 fermetra „veðurhjúps“- byggingu - t.d. að hluta til glerjaða - sem inniheldur síðan allt að 120 fermetra sjálfstæða íbúð á einni til tveim hæðum. Þessu byggingarfyrirkomulagi er gefið 50

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.