AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Blaðsíða 52

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Blaðsíða 52
1. Garðbýlishús við Hellu 1995. Eigandi Gerður Jónasdóttir. 2. Garður inni. 3. Glerskáli úti. Fyrsta vistvæna deiliskipulagið sem samþykkt var hér á landi árið 1995 var einnig unnið á vegum T.B. - Með þessu starfi hefur fengist mikilvæg reynsla á þessu sviði - að vísu bæði jákvæð og neikvæð - sem nota má hér á landi. Verður sagt nánar frá því hér á eftir. Rétt er að geta þess til frekari upplýsingar að vistþorpið í Torup á Sjálandi fékk Sólar-verðlaun Evrópuráðsins haustið 1994. Þau voru í flokknum: Skipulag opinberra aðila til framgangs sjálfbærrar þróunar. Og þá má einnig minnast á það að undir- ritaður var tilnefndur af Dönum til Norrænu Um- hverfisverðlaunanna árið 1997 vegna starfa við sjálfbæra hönnun þar í landi. VISTVÆNT SKIPULAG GUNNARS- HÓLNA En fyrir árið 1995, þegar fyrsta vistvæna deili- skipulagið var formlega samþykkt hérlendis, hafði þegar verið gerð önnur raunhæf deiliskipulagstilla- ga hérlendis á vegum T.B. með þessi sömu sjónar- mið sjálfbærni að leiðarljósi. Það var á jörðinni Gunnarshólma í Kópavogi árið 1989. Jörðin Gunnarshólmi er í einkaeign og eigendur hennar óskuðu eftir því að þar yrði unnið vistvænt skipulag með alls 44 sjálfstæðum íbúðum hver um sig á 2500 til 3500 fermetra lóð. Þessi vistvæna skipulagstillaga var lögð fram í bæjarstjórn Kópa- vogs sama ár en var hafnað þar. Og hún hefur enn ekki fengist samþykkt af bæjaryfirvöldum í Kópa- vogi enda þótt jörðin Gunnarshólmi sé enn ónotuð. Málinu var því ekki tekið með velvilja. Því var borið við, að of dýrt yrði að aka börnum íbúanna til skóla. - En það má einnig leiða að því líkur, að almennur þekkingarskortur og skilningsleysi á því hvað felst í sjónarmiðum sjálfbærni hafi ráðið hér nokkru um. Deiliskipulagið fyrir Gunnarshólma gerir ráð fyrir fjórum byggðaklösum með alls ellefu íbúðarbygg- ingum í hverjum klasa en með sameiginlegri bygg- ingarlóð í miðju hans, t.d. fyrir vinnuaðstöðu eða bílageymslu. Klösunum fjórum er haldið vel að- skildum en sjálfar íbúðirnar eru aðlagaðar að ís- lensku veðurfari jafnframt sjónarmiðum sjálfbærni. Þannig er gert ráð fyrir því að reisa á hverri lóð allt að 300 fermetra „veðurhjúps“- byggingu - t.d. að hluta til glerjaða - sem inniheldur síðan allt að 120 fermetra sjálfstæða íbúð á einni til tveim hæðum. Þessu byggingarfyrirkomulagi er gefið 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.