AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Síða 55

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Síða 55
Deiliskipulag vistþorpsins að Brekkubæ Hellnum. Skipulagssvæðið er 3,4 hektarar. Nýjar byggingar eru 15, sýndar í minnstu 5-hyrningunum. Þjónustu- byggingar eru sýndar í stærri 5-hyrningunum. Sam- eiginleg bygging er í ferköntuðum ramma. Þær byggingar sem fýrir eru nú á staðnum eru ferkant- aðar. Teikning: Einar Þorsteinn Asgeirsson. arkerfi, sólarsellum, trjágróðri og vindorku. Þá er einnig gert ráð fyrir notkun hábrunaofna til upp- hitunar, t.d. með rekavið. Þetta eru svokallaðir „massaofnar" sem hafa tvö brunahólf. Bruni þeirra myndar mun minni koltvísýring en venjulegir ofnar ( allt að 99% minni) og eru þar að auki „reyklausir": þeim fylgir litlaus reykur. - Einnig mætti nota lífrænt gas sem myndast við niðurbrot og gerjun. Það má geyma í til þess gerðum þrýsti- kútum. HREINT VATN Leitast er við að spara neysluvatn - svokallað hvítvatn - sem mest m.a. með vatnssparandi tækni innanhúss. Ringingarvatni er safnað saman í stóra tjörn. Það er svo notað í alla grófa vatnsnotkun eins og t.d. til að þvo bíla, vökva jurtir innanhúss sem utan, jafnvel í klósettspúlun ef vantssalerni er í húsinu. Það er einnig hagkvæmt að safna rign- ingarvatni í tjarnir hérlendis af einföldum leiðslu- ástæðum. Því skolplagnir vistvæns húss og frá- rennsli frá því henta ekki fyrir rigningarvatn. Þvert á móti er það sjálfbær kostur að blanda ekki saman því mismunandi vatni sem til fellur við hús- byggingar (sjá næsta lið). SKOLP Undir þessum lið verður mesta breytingin frá vatnstækni hefðbundins húss. Það er aðskilnaður skolps í svartvatn og grávatn. Svartvatnið saman- stendur af lágmarks vatnsmassa og föstum mann- legum úrgangi (saur t.d.) en hér flokkast einnig með lífrænn úrgangur úr eldhúsi. Svartvatnið / líf- ræni úrgangurinn er látið brjóta sig niður í lífræn- um ferli í þar til gerðum þurrum eða rökum rot- þróm. Af þessum úrgangi þurrrotþrónna breytast 19/20 hlutar í lofttegund (gas) sem fer um loftunar- rör út í gegnum þakið. - Þetta gas má raunar einn- ig nota til bruna og til hitunar með sérstakri hrein- tækni,- En 1/20 svartvatnsins verður eftir í rot- þrónni og er svo hreinsað út þaðan eftir u.þ.b. níu mánaða feril. Þá má nota það beint til áburðar á plöntur utanhúss samkvæmt sænskum stöðlum. Grávatnið samanstendur af öllu öðru skolpi: úr Útlitsteikning af húsi í vistvæna þorpinu í Brekkubæ Hellnum. Húsið er I00m2 á einni hæð með stórri stofu, eld- húsi, barnaherbergi og baðherbergi. Lítið svefnloft er yfir hluta af hæðinni, tvö barnaherbergi og bað. Hálfur kjallari, 50m2,er undir húsinu. þvottavél, baði, sturtu o.s.frv. Það fer annaðhvort í úrvinnslu á lóðinni í sameiginlegri miðstöð eða í húsinu sjálfu. Skilvinda skilur fyrst úr föstu efnin - t.d. sápuna - og síðan er vatnið sigtað í gegnum sandbeð þar sem plöntur vaxa. En þær vinna svo steinefnin úr vatninu. Unnt er að nota slíkan útbún- að fyrir eitt stakt hús, en hagkvæmast er að nota hann saman fyrir 20-30 hús.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.