AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Page 56

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Page 56
The Four Residential Clusters at GUNNARSHOLMI RUSL Hér er gert ráð fyrir aðskilnaði rusl-gerða. Líf- rænt sorp fer t.d. í einangraðan safnhaug, sem er skylt að hafa við hvert hús. Annað rusl er brennt til upphitunar, ef hábrennsluofn er fyrir hendi. Og plönturnar sem vinna steinefnin úr grávatninu - t.d. pílviður - eru einnig notaðar til upphitunar með brennslu. Þannig tengjast nokkrir af þessum níu þáttum saman. í hverfinu er gert ráð fyrir gámum fyrir umbúðir eða önnur efni sem ekki er unnt að urða eða brenna. BYGGINGAREFNIN Það er meginatriði að byggingarefnin uppfylli þrjú skilyrði: 1) Að þau séu óskaðleg heilsu íbúanna til langframa. 2) Að framleiðsla þeirra hafi ekki krafist afger- andi mikillar orkunotkunar. 3) Að þau þurfi ekki óeðlilega mikils viðhalds með. Endurnotkun byggingarefna er vel séð. Bæði einstakra byggingarhluta og heilla húsa. Það er t.d. sjálfbær kostur að nota rekavið sem íslenskt byggingarefni. Bæði er hann fúavarinn og einnig „óunnið náttúrlegt hráefni". GROÐUR Gróður er notaður meira en í hefðbundnum húsum bæði utan- og innandyra. - Jafnvel er er- lendis reynt að lokka dýralíf að húsinu, t.d. fugls- hreiður. - Gróður er bæði notaður til þess að varna útfjólublárri geislun sólarljóssins á byggingarefnin, eða t.d. sem lokaklæðning á þak, t.d. torfþak. Trjá- lundir við hús á móti vindátt geta dregið verulega úr vindkælingu húsanna og er þar með aðferð til orkusparnaðar. En stærð þeirra þarf þá að vera meiri en unnt er að framkvæma á venjulegum litlum íbúðabyggingalóðum. Plöntur sem breiða lauf sín fyrir glugga á sumrin, þegar heitt er inni, geta og temprað sólarhitann. Inniplöntur jafna einnig raka í húsunum. Og plöntur hreinsa svo steinefnin úr grávatni eins og áður er sagt. FÉLAGSLEGI ÞATTURINN Enginn af þessum hreintæknilegu notkunar- möguleikum er hugsanlegur nema vegna þess að íbúar svæðisins hafi vilja til þess að breyta lífshátt- um sínum í átt að þessum sjálfbæru sjónarmiðum. Þannig er vistvænt/sjálfbært deiliskipulag ekki framkvæmanlegt nema vegna þess, að þeir sem ætla að búa við það kjósi það sjálfir. Samheldni íbúanna og reynslan af því að búa í sjálfbærri byggð kemur til með að leggja grunninn að fram- tíðinni á þessu sviði. - Öfugt getur sundurlyndi um útfærslu visthæfni/sjálfbærni deiliskipulagsskil- málanna komið í veg fyrir að útfærsla vistvæns deiliskipulags sé meira en orðin tóm,- Gera má ráð fyrir hægfara þróun þessa málaflokks hér sem annars staðar af þessum orsökum. 54

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.