AVS. Arkitektúr verktækni skipulag


AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2003, Side 32

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2003, Side 32
Bækur á sviði borgarfræði Út eru komnar svo til samtímis tvær bækur sem eru um borgarfræði, BORGARBROT og BORGAR- MYNSTUR. Báðar eru þær kærkomnar bækur fyrir nemendur í borgarfræðum, fagfólk og þá sem hafa áhuga á því hvað er að gerast í þéttbýlisþróun. BORGARMYNSTUR: Safn greina í borgarfræði, er gefin út í Atvikum, ritröð ReykjavíkurAkademíunnar. Um er að ræða safn greina eftir erlenda fræðimenn sem hafa ritað afger- andi greinar um borgarþróun á síðastliðinni öld. Rit- stjóri bókarinnar er Halldór Gíslason en í inngangi segir hann um borgarfræði:„Við lýsingu á borgar- fræðum er mikilvægt að gera greinarmun á því sem kallað er „urban design" (borgarhönnun: skipulag eða hönnun þéttbýlis) og „urban studies" (borgar- fræði sem fela í sér rannsóknir á borgarsamfélaginu). Eins og orðin bera með sér er fyrrnefnda hugtakið aðferðafræðilegra en hið síðarnefnda sem felur í sér víðtækari greiningu. Bæði eru hugtökin hugmynda- fræðileg (eins og öll hugtök) og að ýmsu leyti and- stæð. „Borgarhönnun" hefur til skamms tíma verið ráðandi orð um viðfangsefnið sem fræðigrein (og því módernískt að upplagi) og þegar hugtakinu er snar- að beint yfir á íslensku áréttar „þéttbýlishönnun" vald þeirra að ráða ferðinni." [...] „Erlendis hafa fræðilegar vangaveltur um borgina í æ ríkari mæli snúist um menningarrannsóknir af ýmsu tagi og slíkar áherslur eru „kjarninn" í því sem nefnt hefur verið „borgar- fræði". í þeim er þéttbýlið skoðað í mun víðara sam- hengi; samskipti og tengsl mannsins við umhverfi sitt eru skoðuð niður í kjölinn og að þeirri rannsókn koma fræðimenn og áhugamenn úr öllum áttum en ekki eingöngu sérfræðingar með sértæka menntun í hönnun." Bókin BORGARBROT: Sextán sjónarhorn á borgar- samfélagið, er gefin út af Sagnfræðingafélagi íslands, í samstarfi við Borgarfræðasetrið í Rekjavík. Um er að ræða vandaða útgáfu sem geymir fjölbreytilegt safn hádegisfyrirlestra sem haldnir voru í Norræna húsinu síðastliðinn vetur á vegum þessara aðila. í bókinni eru kynnt víðtæk sjónarhorn aðila sem velt hafa fyrir sér þéttbýlinu og Reykjavík sérstaklega og eru margar greinarnar fræðandi og skemmtilegar. Ritstjóri er Páll Björnsson og ritar hann inngang að bókinni þar sem hann kynnir viðfangsefnið. (Geir Svansson) ■ Books on the Field of Urban Studies Two new books on urban studies have been released, Borgarbrot and Borgarmynstur. Both of these interesting books are intended not only for students and professionals of the subject, but also for those interested in what is happening in dense population development. Borgarmynstur (City Patterns); A collection of articles on urban studies, released by „Atvik“, a series by the ReykjavíkurAkademía. The collection explores various points of view held by foreign scholars who have written decisive articles on urban studies during the last century. The book’s editor Halldor Gíslason writes in his foreword on urban studies: „lllumination on urban studies is important to do with essays because there is a dif- ference between „urban design“ (planning, or the design of development) and „urban studies" (which includes research on urban societies). The former is explored more as a methodological idea, whilst the later includes extensive articles. Both are conceptual theories (as are all hypotheses) and, in various respects, contrary. „Urban design,“ has, in a short time, become the predominant word on the subject matter in this field of study (due to a modernist nature), and when the concept is directly translated into lcelandic, an emphasis on „urban design" signifies the power of those in charge [...] Overseas, theoretical speculation about the city has increasingly concerned itself with various cultural studies and formed the „nucleus" of what has been called „urban studies.“ In these, the urban society is studied in a wider context; the organisation and connection of people with their environment is examined at its root. Their investigation involves scholars and interested parties from all walks of life, not exclusively experts with a specialised education in design." ■ 30 avs

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.