AVS. Arkitektúr verktækni skipulag


AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2003, Side 62

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2003, Side 62
Reykjavík - framtíð miðborgarinnar Hrafnkell Thorlacius, arkitekt og Jónas Elíasson, prófessor í kjölfar samkeppninnar um tónlistar- og ráðstefnuhús í austurhöfninni kom nokkur kippur í umræðurnar um framtíðarstöðu og skipulag miðborg- arínnar, þótt erfitt sé að henda á því reiður hvert sú umræða leiðir. Skýr markmið hafa allavega ekki verið mótuð né hefur verið skilgreindur nánar sá vandi, sem við er að fást, þótt flestir muni sammála um, að miðborgin á við vanda að stríða. En hann verður hvergi leystur nema í miðborginni sjálfri, og ekki nema með róttækum aðgerðum, sem taka mið af eftirfarandi atriðum: Aukið atvinnuhúsnæði Fjölgun íbúa í miðborginni Fjölbreytni í smásöluverslun og annarri þjónustu Bætt umferðarflæði að og frá svæðinu Fjölgun bílastæða Svigrúm til að vernda gömlu bæjar myndina og eldri byggingar Greið og örugg göngutengsl innan miðborgarinnar Opin svæði og skjólmyndun Bætt aðstaða fyrir söfn og aðra menningarstarfsemi Þessu má mæta með auknu land- rými, og það landrými er að finna í gömlu höfninni, sem nú er aðeins dauf endurminning þess iðandi mannlífs og þeirrar öflugu starfsemi, sem þar mátti sjá fyrir fáum áratug- um. Á því byggjum við skipulagshug- mynd, sem nýlega var viðruð opin- berlega. þar er sýnt hvernig unnt er að gjörbreyta nýtingu hafnarsvæðis- ins, tengja það miðborginni og skapa henni nauðsynlegt rými til að þroskast og eflast á eigin forsendum á eigin heimaslóð. Lagt er til að loka gömlu vöruhöfninni enda fara þar engir vöruflutningar um lengur, og að það nýja land, sem þannig skapast, verði hluti af stækkaðri miðborg Reykjavíkur. Gert verður „gólf” yfir allt svæðið, og þar verður til samfellt byggingarland, sem skipuleggja má frá grunni og ráðstafa fyrir alla þá starfsemi sem alvöru höfuðborg þarf á að halda til langrar framtíðar. Um- ferðar- og bílastæðavandinn leysist nokkuð sjálfkrafa. Sæbrautin heldur áfram beina stefnu niður í „höfnina”, kemur aftur upp við Grandabakka og tengist þaðan við Ánanaust ofanjarð- ar á eðlilegan hátt. Rýmið neðan „gólfsins” nýtist fyrir umferðaræðar og bílastæði á 2-3 hæðum. Þar má koma fyrir þúsundum bílastæða og, nokkurri miðbæjarstarfsemi að auki. Svæðið , sem verður til ofan „gólfs- ins” , má gjörnýta fyrir byggingar og opin svæði, þar sem umferð og bíla- stæði eru að mestu leyti í „kjallaran- um”, og raska því ekki eðlilegu samhengi byggðarinnar. Tillagan breytir í engu upphaflegu byggðarmynstri gömlu Reykjavíkur, en skapar henni möguleika á endur- nýjun lífdaga. Gatnakerfið er óbreytt, það losnar hinsvegar við alla óþarfa umferð og verður því á ný fullnægj- andi fyrir eðlilegar þarfir byggðarinnar. Unnt verður að vernda og styrkja upphaflega byggð í Kvosinni, þar verður engin þörf fyrir stórar bygging- ar eða aukna landnýtingu, auk þess sem nýbyggingarnar á hafnarsvæð- inu veita skjól gegn hvimleiðum norðannæðingi. Til verður nýr göngu- ás milli tjarnar og hafnar, hann liggur frá ráðhúsinu, yfir Austurvöll, eftir Rósthússræti og þaðan beina stefnu til sjávar. Austan þessa opna svæðis, að Kalkofnsvegi við Arnarhól, er gert ráð fyrir ýmsum opinberum og hálf-opin- berum stofnunum, TR-húsinu o.fl. Svæðinu þar vestur af verður síðan ráðstafað fyrir blandaða byggð at- vinnu- og íbúðarhúsnæðis. Miðað við eðlilega landnýtingu á miðborgar- svæði, rúmast þarna um 400-600 þúsund fermetrar húsnæðis í ný- byggingum, sem gæti t.d. svarað til 2.000-3.000 íbúða og100-200 þús- und fermetra atvinnuhúsnæðis með geymslur, vöruaðkomu og bíla- stæði í kjallara. Flér skapast einstakt tækifæri til að skipuleggja miðlæga borgarbyggð í háum gæðaflokki. Tæknilega er verk- efnið nokkuð margþætt, en engan veginn óviðráðanlegt. Inn á svæðið koma minnst 10 þúsund nýir íbúar og starfsmenn, sem tryggja endurnýj- 60 avs

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.