AVS. Arkitektúr verktækni skipulag


AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2003, Side 12

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2003, Side 12
Skipulag kennslu í Hönnunar- og arkitektúrdeild Halldór Gíslason, prófessor, Hönnunar- og byggingarlistardeild LHÍ í Hönnunar- og arkitektúrdeild Lista- háskólans er boðið upp á nám til BA- gráðu. Við skipulag kennslu í deildinni er haft að leiðarljósi að þroska nemendur sem sjálfstætt hugsandi einstaklinga, sem geta tekið á mis- munandi verkefnum á skapandi hátt. Kennslan skiptist í 50% verktengt starf í vinnustofum og 50% formlega kennslu. Hluti af formlegu kennslunni er í beinum tengslum við þau verkefni sem unnin eru í vinnustofum. Vinnu- stofan er miðpunktur starfseminnar. Hver nemandi deildarinnar fær úthlut- að eigin vinnuaðstöðu og gert er ráð fyrir að nemendur stundi vinnu sína þar. Húsið er opið nemendum til eitt á næturnar og hver nemandi get- ur fengið lykil.Kennslan á 1. ári bein- ist að því að skerpa sköpunargáfu nemandans og þroska skipulags- hæfileika hans. Nemendur takast á við röð verkefna í vinnustofum, sem hafa það að markmiði að víkka skiln- ing þeirra á tveimur meginsjónarhorn- um hönnunar, sem eru tækniþekking annarsvegar og hugmyndafræði hins- vegar. Þeir fá þjálfun í að setja fram hugmyndir sínar í skiljanlegu formi og fá undirbúning í að taka við gagnrýni á eigin úrlausnir og verk. í kennslu á öðru ári er miðað við að nemandinn hafi getu til að skilgreina og setja fram skoðanir sínar hratt og vel og að hann hafi tileinkað sér þann hugsunarhátt hönnuðarins að hann eigi sífellt að leita nýrra svara við grundvallarspurningum og taka eng- um niðurstöðum sem sjálfgefnum. Hann skal vera tilbúinn til að taka við gagnrýni á eigin úrlausnir og fram- setningu þeirra, og með skilmerkileg- um hætti geta sett fram gagnrýni á verk annarra. Vinnuaðferðir sem nemandinn hefur kynnst á 1. ári eru þróaðar nánar með hliðsjón af þeirri sérgrein sem hann hefur kosið sér. Jafnframt er haldið áfram að byggja upp þann grunn fræðilegrar þekking- ar, sem er nauðsynlegt að hafa til að skilja þau tákn og ímyndir sem heim- ur hönnunarinnar byggir á. Verkefnin á öðru og þriðja ári eru flest afmörk- uð og sérstaklega skilgreind til þess að nemendur geti beitt sértækum að- ferðum við úrlausn þeirra. Vinnustofan er starfsvettvangur nem- enda og leiðbeinenda þeirra. Þar eru verkefnin tekin fyrir og þar koma allir þræðir fagsins saman: Sköpunarkrafturinn kraumar og fær 1 0 avs

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.