AVS. Arkitektúr verktækni skipulag


AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2003, Síða 40

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2003, Síða 40
 Skurður. / Section. rhomboid-laga og fylgja sveig hring- stigans. Þegar gestir ganga upp hringstigann geta þeir notið þess að horfa á hlið gömlu vopnabyggingar- innar andspænis nýja safninu. Þar sem jafnvel sveigð undirstaða hand- riðsins er búin til úr öryggisgleri er ekkert sem skyggir á umhverfið frá stígahúsinu. Eina línan sem takmark- ar þetta útsýni er handriðslistinn sem er úr möttu stáli. Lokaðar hliðar þessarar safnbyggingar eru gerðar úr graníti frá Norður-Ameríku, frönskum kalksteini og óhulinni steinsteypu og litir þessara efna falla vel hver að öðr- um. Vegna aðliggjandi bygginga þurf- tu hliðar safnsins að vera gluggalaus- ar að miklu leyti. Á annarri hæð eru samt stórir gluggar sem tengja bygg- inguna við hið ytra rými og gefa safn- gestum tækifæri til að átta sig. Þei beinir sjónum manna að borginni í kring: sveigður gluggi snýr að þyrp- ingu af kastaníutrjám, Nýja Varðhús- inu, vopnageymslunni og dómkirkju heilags Hedvigs. Frá þakgarði og út- kragandi glugga sést vel yfir safna- svæðið. ■ 38 avs

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.