AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2003, Side 21
Listaháskóli
Svavar Eysteinsson, útskriftarnemandi
BARNALEIKUR9
Aðeins þeir sem hafa farið í listahá-
skóla vita hvað listaháskóli er. For-
dómar eru sprottnir af fáfræði og það
þekkja nemendur Listaháskóla ís-
lands sem stundum hafa þurft að
verja tilveru sína og skólans fyrir fólki
sem finnst eitthvað óeðlilegt við list-
nám á háskólastigi. Spurning eins og:
Eruð þið ekki bara að föndra allan
daginn og fáið BA-gráðu fyrir er
klassísk og býður upp á svör eins og:
Nei, við erum að læra að gera óselj-
anlega vöru aðlaðandi svo þú munir
kaupa hana. eða:
Nei, ég er að hanna sófasettið sem
þú getur stært þig af í Innlit Útlit.
Algengt er að það sem er nýtt og
framandi verði fyrir aðkasti frá því
sem hefur fest sig í sessi og þó
íslendingar séu nýjungagjörn þjóð
hafa ekki allir verið sáttir við að af-
henda listnemum sambærilegt há-
skólapróf og gert er í öðrum skólum.
En hvað er það svosum að vera með
plagg upp á að vera listamaður? Er
ekki öllum frjálst að kalla sig myndlist-
armann, tónlistarmann, leikara eða
hönnuð? Jú, kannski, en einhvers-
staðar þarf fólk sem þjáist af frjórri
hugsun og framkvæmdagleði að fá
hæli og meðferð til að læra að lifa
með veikinni.
Ég tala hér í dag fyrir hönd löggiltra
hönnuða sem um þriggja ára skeið
hafa fengið leiðsögn í því hvernig
hlutirnir geti fengið sem flottast yfir-
bragð. Fjöldi langveikra listamanna
hefur komið þar að og gefið okkur
innsýn í þeirra hugarheim og hvernig
eigi að gefa hugmyndum sínum
brautargengi. Kennt okkur sígilda
hugmyndafræði sem gengið hefur
mann fram af manni og ekkert fær
storkað. Á þessum tíma hefur deildin
gengið í gegnum miklar breytingar
enda ekkert annað en ómótaður leir í
höndum nemendanna og fólks sem
hefur það að hugsjón að gera
hönnunarnám á íslandi það lang-
flottasta í heiminum.
Framtíðin er björt og tækifærin enda-
laus. Þó hönnunardeildin hafi lengi
verið hálfgerð uppeldisstöð fyrir aug-
lýsingastofur sem vinna í þágu fyrir-
tækja í því hvernig best sé að koma
vöru á borð neytenda hefur kennslan
í deildinni haft lítið með það að gera.
Það liggur bara einhvern veginn bein-
ast við. Hönnun er öflugt verkfæri
sem auðvelt er að misnota. Sem
hönnuður getur þú auðveldlega selt
sálu þína og allt sem Goddur kenndi
þér fyrir búnt af bleðlum. Setið uppi
með slæma samvisku yfir því að hafa
tekið þátt í gegndarlausum áróðri á
gagnlausri og lélegri vöru sem enginn
þarfnast en allir telja sig þurfa. Hann-
að eitthvað drasl sem hefur ekkert
notagildi og dettur í sundur við fyrstu
notkun. Búið til lélegar ímyndir sem
stuðla að samfélagslegri brenglun
hvort sem um ræðir útlit eða kynhlut-
verk. Selt hugmyndir sem eru í and-
stöðu við þínar eigin og glatað
frelsi þínu sem listamaður. Vaknað
svo upp einn góðan veðurdag í rotnu
samfélagi og eignað þér verkið.
Þetta er einn kostur í stöðunni en
annar er að nota þetta öfluga verk-
færi til að vekja fólk til umhugsunar
um málefni sem skipta máli. Stuðla
að hugarfarsbreytingu þar sem þess
gerist þörf og fegra mannlífið. Af
nógu er að taka: Fordómar, ofbeldi,
misrétti, kapítalismi, mengun,
umhverfisvernd, stríð og friður. Alveg
eins og með aðra listamenn þarf
hönnuður að horfa á umhverfi sitt
gagnrýnum augum og með kunnátt-
una að baki eru honum allir vegir
færir. Það sem þú gerir þarf ekki að
gefa einhverjum öðrum eyri í aðra
hönd.
Einn annar kostur er svo að fara bara
og gera eitthvað allt annað.
Með fjölbreyttari tækni hefur bilið á
milli hönnunar og annarra listmiðla
minnkað og ber yfirstandandi
útskriftarsýning þess sterk merki.
Hönnuðir eru engum háðir, hvorki
forminu né miðlinum, og hvað þá síð-
ur eru þeir hækja auðvaldsins. Öllu
ægir saman, tvívítt, þrívítt, hljóð, víd-
eó, járn, ull, stóll og kjóll.
Að lokum langar mig fyrir hönd sam-
nemenda minna að þakka öðrum
nemendum og starfsfólki fyrir sam-
starfið og vona að öllum gangi vel að
finna sig í framtíðinni. ■
avs 1 9