AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2003, Qupperneq 57
fram í umhverfisráðuneytinu, en hún
hófst með því að umhverfisráðherra
og starfsmenn ráðuneytisins skoðuðu
flest svæðanna og ræddu við land-
eigendur og fulltrúa sveitarstjórna.
Með það að markmiði að tryggja
verndun búsvæða nokkurra fuglateg-
unda, fjölbreyttra plöntusvæða,
nokkrar mikilvægar jarðminjar og
stækka þjóðgarðana, voru síðan vali
14 svæði í áætlunina. Megin áhersla í
áætlunarinnar er að tryggja nægjan-
lega verndun fjögurra íslenskra varp-
tegunda, þ.e. hafarnar, flórgoða,
grágæsar og heiðagæsar, og tveggja
fargesta, þ.e. margæsar og rauð-
brystings, auk helstu tegunda sjó-
fugla hér við land. Það ætti því ekki
að koma á óvart að sjö af 14 svæð-
um í áætluninni eru fuglasvæði sbr.
meðfylgjandi töflu. Með þessum
aðgerðum verða allt að 70-90%
búsvæða þessara tegunda innan
friðlýstra svæða, nema búsvæði grá-
gæsa og heiðagæsa þar sem vernd-
un næði til um 10-25% þeirra. Auk
þess er ráðgert að stækka þjóðgarð-
ana í Jökulsárgljúfrum og Skaftafelli í
þeim tilgangi að gera þá heildstæð-
ari. Á plöntusvæðunumLátraströnd-
Náttfararvík og Njarðvík og Loð-
mundarfirði að verið að vernda
nokkra af vaxtarstöðum yfir 30
sjalfgæfra plantna og í Vatnshorns-
skógi er markmiðið að vernda lítt
snortnar, hávaxnar og gróskumiklar
leifar birkiskóga Vesturlands. Mikil-
vægustu jarðminjasvæðin, Geysir og
Reykjanes, Eldvörp og Hafnarberg
hafa ótvírætt jarðfræðilegt mikilvægi,
Geysir sem eitt þekktasta kennileiti
landsins og Reykjanesið sem fram-
hald úthafshryggjarins og eini staður-
inn þar sem hann er á þurru. Rétt er
að hafa í huga að mörk þessara 14
svæða eru sett fram án samráðs við
landeigendur eða sveitarstjórnir og
ekki hefur verið tekið tillit til annarar
landnýtingar. Það verður því eitt af
meginverkefnum Umhverfisstofnunar
eftir umfjöllun og samþykkt Náttúru-
verndaráætlunar 2004-2008 á Alþingi
að koma henni til framkvæmda og
leita samkomulags við landeigendur
og sveitarfélög um mörk svæðanna,
reglur og annað er varðar friðlýsingu.
í því ferli verður haft að leiðarljósi
hvernig tilgangur og markmið vernd-
unar verði best tryggð. Á svæðinu
Álftanes og Skerjafjörður, sjá. 1.
mynd, er tilgangurinn til dæmis að
tryggja búsvæði og viðkomusvæði
ákveðinna fuglategunda en þar finn-
ast jafnframt sjaldgæfar tegundir
plantna. Því þarf að afmarka mikil-
vægustu og viðkvæmustu svæðin og
tryggja hátt verndarstig þeirra en
huga jafnframt að jaðarsvæðum og
öðrum svæðum sem ekki þurfa að
njóta jafn strangrar friðunar og þola
hugsanlega aðra landnýtingu án þess
að hafa áhrif á árangur verndarað-
gerða. ■
Útsýni yfir Jökulsá á Fjöllum til þjóðgarðssins í Jökulsárgljúfrum./ View across Jökulsá á Fjöllum,
towards the National Park in Jökulsárgljúfur.
Margæs / Goose.
QVS 55