AVS. Arkitektúr verktækni skipulag


AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2003, Síða 10

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2003, Síða 10
Hönnunarmenntir við Háskóla íslands Þorsteinn Þorsteinsson, verkfræðingur Stálhringur, sem notaður er í keðjum og vírum til að yfirfæra krafta. Mismunandi litir sýna spennur í hlutnum við tiltekið átak. / A steel ring, used in chains and wires to transfer forces. Different colours show the stress in objects at a given strain. Hönnun er hugtak, sem sífellt hefur aukist notkun á á síðustu árum. Fyrst þekkist það um það eingöngu að sjá fyrir smíð einstakra hluta. Til dæmis er frá því sagt í Heimskringlu Snorra Sturlusonar að Ólafur Haraldsson Noregskonungur, kallaður þar ,,hinn helgi", hafi verið „sjónhannarr á hver- ja smíð“. Merking hugtaksins „sjón- hannarr“ er líklega best skýrð með því að Ólafur hafi getað smíðað hluti án þess að hafa fyrirmynd eða teikn- ingu og þar með getað séð fyrir sér það sem smíða skyldi. Hann hefur þar með verið hönnuður í nútíma- merkingu þess orðs. Hönnun eða orð tengt hönnun var ekki notað í málinu fyrr en eftir miðja 20. öldina. Á seinni tímum kemur orðið hönnun fyrst fyrir á prenti í Nýyrðum IV árið 1956. Nýyrði voru fjögurra bóka flokkur, sem þeir Halldór Halldórsson og Sveinn Bergsveinsson gáfu út á árunum 1953-1956. Orðið hefur síð- an fengið mikla útbreiðslu og hafa, samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans, flest orð sem byrja á hönnun eða hönnuður einna fyrst komið fram annars vegar í Sveitar- stjórnarmálum og hins vegar í Tímariti Verkfræðingafélags íslands. Orðið kom líka alloft fyrir í Alfræðasafni AB, 21 bindis bókaflokki sem kom út á árunum 1965-1969. Á allra síðustu árum liggur við að orðið sé ofnotað, a.m.k. má vart opna blað eða tímarit að ekki komi fyrir hönnun í einni eða annarri mynd. Jafnframt aukinni úbreiðslu hefur merkingin víkkað og það sem kallað var fyrir 40 til 50 árum hönnun eða það að hanna hefur fengið margs konar nýja merk- ingu. Ef litið er til hlutverks Háskóla íslands þá má segja að Verkfræði- deild og skyld fagsvið hafi einna mest fengist við hönnun. Bandarísk stofn- un (ABET), sem fyrir nokkrum árum framkvæmdi úttekt á námi og kennslu við verkfræðideildina, skil- greindi verkfræðilega hönnun svo: „Er ferli til að finna upp kerfi eða hluti sem uppfylla ákveðnar þarfir. Þetta er ákvörðunarferli þar sem raungreinum, stærðfræði og verkfræði er beitt til þess að nýta aðföng og auðlindir á sem hagkvæmastan hátt við að ná settu marki." Hefur þessi skilgreining verið höfð að leiðarljósi innan deildar- innar. Og með því að skoða kennslu- skrá Háskólans og leita að hvar hönnun kemur fyrir er hægt að sjá hvers konar viðfangsefni hér er um að ræða. Er eftir óformlega könnun hægt að flokka hönnun í þrennt. Fyrst þer að nefna svo nefnda tækni- lega hönnun, þar sem beitt er verk- fræðilegum aðferðum við að hanna mannvirki, vélbúnað og orkukerfi. Þetta eru klassísk verkfræðileg viðfangsefni og hafa verið stunduð við Háskólann í meira en hálfa öld. Innan þessa flokks má e.t.v. fella skipulagsfræðina, þó margir vilji líta á hana sem annað og víðtækara svið en hönnun nær yfir. Næst má til takahönnun ýmiss konar ferla og hugbúnaðar. Þar er verið að fást við framleiðsluferli, stýrikerfi og margs konar hugbúnað, sem bæði fylgist með og stjórnar margs konar ferli, allt frá framleiðslu í verksmiðju til stjórn- unar umferðar og frá hönnun vefsíðu til hönnunar netsins sjálfs. í þriðja lagi er svo hönnun í því formi að búa til eða smíða einhvern hlut, helst hlut sem ekki hefur verið til áður þannig gerður. Þessi hluti hönnunar er lítt þróaður innan Háskóla íslands en þó ekki alveg án dæma. Véla- og iðnaðarverkfræðiskor kennir nám- skeið í iðnhönnun, þar sem dreþið er á smíði hluta til iðnaðarnota, og í allri verkfræði er kennd efnisfræði sem undirstöðugrein hönnunar. Þá er þess að geta að nemendur í véla- og iðnaðarverkfræði halda árlega sam- keppni um hönnun vélbúnaðar eða tækis, sem leysa skal tiltekið verkefni. Hefur hönnunarkeppni þessi verið mjög vinsæl um áraraðir. Víst er að hönnunarmenntir við Há- skólann ná ágætlega yfir tæknilega hönnun og hönnun ferla og hugbún- aðar en síður smíðishönnun, ef svo má nefna hana. Margir munu vilja auka veg smíðishönnunar og e.t.v grafískrar hönnunar við Háskóla íslands, en í litlu samfélagi verður að forgangsraða og slík hönnun er dýr. Háskólinn mun verða um sinn að láta öðrum að einhverju leyti eftir þennan þátt hönnunarmennta, a.m.k. um sinn, en hafa augun opin fyrir sam- starfi við aðra í þeim efnum. ■ 8 avs

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.