FLE blaðið - 01.01.2017, Side 2

FLE blaðið - 01.01.2017, Side 2
Útg: Félag löggiltra endurskoðenda © Aðsendar greinar í blaðinu eru á ábyrgð höfunda en að öðru leyti er útgáfa blaðsins á ábyrgð ritnefndar FLE. FLE blaðið má ekki afrita með neinum hætti, að hluta til eða í heild, þar með talið tölvutækt form, án skriflegs leyfis höfundarrétthafa. Vinnsla blaðsins ritneFnd Fle: Ólafur Már Ólafsson, formaður Arnar Már Jóhannesson Ingvi Björn Bergmann Benóní Torfi Eggertsson Prentun: GuðjónÓ Umsjón: Hrafnhildur Hreinsdóttir Janúar 2017, 39. árgangur 1. tölublað skriFstoFa Fle, helstu upplýsingar Skrifstofa FLE, Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík, er opin virka daga kl. 9-15 Sími: 568 8118, Tölvupóstfang: fle@fle.is, Vefsíða FLE: www.fle.is Sigurður B. Arnþórsson, framkvæmdastjóri sigurdur@fle.is Hrafnhildur Hreinsdóttir, skrifstofustjóri fle@fle.is Ritnefnd gefur nú út 39. tölublað FLE blaðsins og er það sent til allra félagsmanna. Að auki er blaðið sent til ýmissa opinberra aðila og stórra fyrirtækja. Blaðið inniheldur greinar um fagleg málefni sem varða störf endurskoðenda en einnig er í blaðinu innlit í leik og störf utan hefðbundins vinnutíma. Hlutverk endurskoðenda er að staðfesta upplýsingar sem sem birtast í ársreikningum og láta í ljós álit á ársreikningum á grundvelli endurskoðunarinnar. Í framhaldi af gildistöku nýrra endurskoðunarstaðla um áritanir mun áritun endurskoðenda taka breyt- ingum og nálgunin á umfjöllun um endurskoðunina verður mismunandi á milli fyrirtækja. Gera má ráð fyrir að áritun endurskoðandans fái aukna athygli um leið og hún inniheldur meiri upplýsingar en áður hefur tíðkast. Fjallað er um þessar breytingar í blaðinu. Mikið hefur verið rætt um aflandsfélög í þjóðfélaginu að undanförnu. Ljóst er að túlkun fólks er mismun- andi á því hvað aflandsfélag er og um leið kann að vera álitamál með hvaða hætti slík félög skuli skatt- leggjast. Í blaðinu er fjallað um ýmis sjónarmið sem vert er að hafa í huga í þessu sambandi. Ritnefnd FLE færir öllum greinarhöfundum og þeim sem komu að útgáfu blaðsins bestu þakkir fyrir fram- lag þeirra og vonar að efni þess höfði til sem flestra félagsmanna og annarra lesenda. Janúar 2017, Ólafur Már Ólafsson, Arnar Már Jóhannesson Ingvi Björn Bergmann og Benóní Torfi Eggertsson. Fylgt Úr hlaði

x

FLE blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.