FLE blaðið - 01.01.2017, Síða 6

FLE blaðið - 01.01.2017, Síða 6
4 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2017 skilaFrestir Framtala og ársreikninga Annað mál sem var ofarlega á baugi á starfsárinu voru skila- frestir á framtölum og ársreikningum til Ríkisskattstjóra og Ársreikningaskrár en eins og félagsmönnum er vel kunnugt hefur Ríkisskattstjóri í mörg ár kvartað yfir skilum á skatt- framtölum. Í ár var fresturinn styttur og hefur Ríkisskattstjóri boðað frekari styttingu skilafrests. Félagið ásamt fulltrúum frá nokkrum endurskoðunarstofum áttu í heilmiklum viðræðum við Ríkisskattstjóra sem skiluðu litlum árangri í þeirri viðleitni að halda frestunum óbreyttum. Við erum ekki komin með tölur fyrir skil á framtölum í ár en félagsmenn hafa undanfarið ekki náð að standa við skilafresti og er það mikið hagsmunamál fyrir stéttina að unnið verði að því að skil geti verði sem jöfnust yfir árið. Mikið hefur verið rætt um að það verði að koma á hlaupandi skilum eins og í nágrannalöndunum en skattstjóri hefur borið fyrir sig fjárskort en þó gefið til kynna að það verði framtíðin. Ríkisskattstjóri kom á morgunkorn félagsins í nóvember og fór yfir stöðu mála og framtíðina hvað varðar skil og fresti. Þar gafst félagsmönnum kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og fá svör við spurningum sem brunnu á þeim. Stjórnin mun halda þessu samtali áfram við Ríkisskattstjóra því um mikið hagsmunamál er að ræða fyrir félagsmenn ekki síst rekstrarleg. önnur mál Vinna við innleiðingu á breytingum á Evrópureglunum um endurskoðun eininga tengdum almannahagsmunum var hafin en hefur því miður legið niðri frá því í fyrravor. Eins og oft hefur komið fram á vettvangi félagsins bar okkur að innleiða þessar reglur fyrir 17. júní 2016 en það hefur ekki gengið eftir, aðallega vegna tafa við innleiðingu á breytingu á lögum um ársreikninga. Núna er málið í biðstöðu, en félagið á áfram fulltrúa í ráðgef- andi vinnuhópi hjá Atvinnuvega – og nýsköpunarráðuneytinu og mun taka þátt í vinnu við innleiðinguna af fullum krafti með hagsmuni félagsmanna og atvinnulífisins alls að leiðarljósi um leið og hún fer aftur í gang. Félagið hefur tekið virkan þátt í erlendu samstarfi á starfsárinu með þátttöku í fundum og viðburðum á vettvangi Norræna endurskoðunarsambandsins (NRF) og Evrópusambands endur- skoðenda (FEE) og hefur það samstarf skilað okkur aðgengi að upplýsingum og umræðum um það sem hæst ber á vettvangi endurskoðenda í löndunum í kringum okkur. Þau gleðitíðindi áttu sér síðan stað núna í sumar að vinna NRF í tenglum við SASE (staðall fyrir endurskoðun á smærri félögum) skilaði því að Alþjóða staðlaráðið (IAASB) hefur ákveðið að taka endur- skoðun smærri félaga sérstaklega á dagskrá og því ber að fagna. Frá stjórnarstörfum Frá stjórnarstörfum Ný stjórn skipuð á síðasta aðalfundi október 2016 frá vinstri: Ágúst, Ljósbrá, Margrét, Sif og Guðni

x

FLE blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.