FLE blaðið - 01.01.2017, Page 12

FLE blaðið - 01.01.2017, Page 12
10 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2017 Ákvæði um skattlagningu kaupréttar á hlutabréfum kom fyrst inn í tekjuskattslög á Íslandi árið 2000, nánar tiltekið með lögum nr. 86/2000. Það efnisákvæði hefur staðið óbreytt þar til að lög nr. 79/2016 voru samþykkt 2. júní 2016. Með 1. gr. umræddra breyt- ingarlaga var ákvæði 9. gr. tekjuskattslaga nr. 90/2003, breytt þannig að skattlagningu tekna vegna kaupréttar skal frestað þar til bréfin eru seld, en áður fór tekjufærsla fram á nýtingarári og staðgreiðsla skatta strax við nýtingartíma. 1. til hVerra tekur ákVæðið? Í ákvæðinu segir að það taki til tekna vegna kaupa manns á hluta- bréfum samkvæmt kauprétti sem hann hefur öðlast vegna starfa fyrir annan aðila. Þannig nær það til starfsmanna á hverjum tíma. Alla jafna verður að telja að launaðir stjórnarmenn falli einnig undir ákvæðið. Hins vegar tekur ákvæðið ekki til annarra svo sem eigenda/hluthafa félags. 2. skattlagningu Frestað Þrátt fyrir að ákvæðið láti lítið yfir sér og virðist vera frekar skýrt þá eru ýmis álitamál sem koma upp við framkvæmd þegar máta á tilvikin við það. Hér má nefna a) nær frestun skattlagningar til allra skatta b) hvernig fer með skattlagningu kaupréttar milli landa og c) hvernig verður skattlagningu háttað við andlát kaupréttar- hafa. a) Nær frestun skattlagningar til allra skatta? Samkvæmt 1. gr. laga nr. 79/2016 var ákvæði 9. gr. tekjuskatts- laga breytt á þann veg að skattlagningu tekna vegna kaupréttar er frestað þar til hlutabréf (eignarhlutir) eru seld. Hvað þýðir þetta? Í stað þess að skattlagning er við innlausn eða nýtingu kaupréttar eins og hefur verið er henni frestað – og færist því sú skattkvöð milli ára þar til bréfin eru seld. Hins vegar miðast skatt- stofninn við nýtingu réttarins. Það sem vekur athygli er að öðrum skattalögum var ekki breytt til samræmis. Þetta þýðir því að skattlagning kaupréttar á hlutabréFum Vala Valtýsdóttir er lögfræðingur og starfar hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur Engin sérstök ákvæði eru um hvernig fara skuli með umrædda frestun eða skattkvöð við þær aðstæður þegar kaupréttarhafinn deyr áður en hann selur bréfin

x

FLE blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.