FLE blaðið - 01.01.2017, Qupperneq 17

FLE blaðið - 01.01.2017, Qupperneq 17
15FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2017 Ég tel að binding hefjist frá og með árinu 2016 en að hlutdeild fyrri ára sé óbundin enda sé ekki um breytingu á reiknings- skilaaðferð að ræða. Að sama skapi ætti móttekinn arður á árinu 2016 sem kemur til vegna afkomu dóttur- og hlutdeildar- félaga vegna fyrri ára ekki að færast til lækkunar við útreikning á bindingu fyrri ára. Með bindingu vegna fyrri ára væri tekinn af hluthöfum réttur sem þeir áttu í árslok 2015 til að greiða út arð. ViðskiptaVild Viðskiptavild skal nú ávallt afskrifuð á tíu árum. Áður var heimilt að afskrifa hana með kerfisbundnum hætti á allt að 20 árum eða meta árlega með virðisprófi. Hér er gengið lengra en sam- kvæmt tilskipun Evrópusambandsins þar sem segir að afskrifa skuli á áætluðum nýtingartíma en sé ekki hægt að ákvarða nýtingartíma viðskiptavildar skuli afskrifa hana á tímabili sem aðildarríki ákveða og má vera á bilinu fimm til tíu ár. Mörg íslensk félög hafa beitt heimild til að meta virðisrýrnun árlega í stað þess að afskrifa hana og vitað er að sum þessara félaga hafa ákveðið að taka upp alþjóðlega reikningsskilastaðla. Samkvæmt alþjóðlegu stöðlunum er óheimilt að afskrifa við- skiptavild heldur skal hún metin árlega með tilliti til virðisrýrn- unar. Hér hafa komið upp nokkur álitamál svo sem um afskriftatíma ef nýtingartími viðskiptavildar er metinn vera skemmri en tíu ár. Á þá samt sem áður að afskrifa hana á tíu árum? Líklega er ekki svo því við lagabreytingarnar kom inn ákvæði þess efnis að hafi viðskiptavild sætt niðurfærslu sé óheimilt að færa hana til fyrra horfs. Því virðist heimilt að afskrifa hana á skemmri tíma en tíu árum í slíkum tilvikum. Slíkt er eðlilegt enda ein meginregla reikningshaldsins að gæta skuli að því að ofmeta ekki eignir. allir ársreikningar skulu Vera á Íslensku Hingað til hefur félögum sem hafa annan starfrækslugjaldmiðil en íslenska krónu verið heimilt að birta ársreikning sinn á ensku eða dönsku í stað íslensku. Þessu hefur nú verið breytt og skal ársreikningur þessara félaga vera á íslensku en heimilt er að hafa hann jafnframt á ensku ef nauðsyn ber til. Skráð félög með annan starfrækslugjaldmiðil en krónu hafa sum ein- ungis birt reikningsskil sín á ensku. Nú vaknar sú spurning hvort þeim sé heimilt að leggja enska útgáfu ársreikningsins fram til samþykktar á. Ekki verður séð af þessu ákvæði laganna að það sé óheimilt. Hins vegar er fortakslaust að skila þarf árs- reikningi á íslensku til ársreikningaskrár. er hnappurinn hjómið eitt? Í lögunum eru nú ákvæði um að í stað ársreiknings sé örfé- lögum heimilt, með ákveðnum undantekningum, að semja rekstraryfirlit og efnahagsyfirlit byggð á skattframtali félagsins og teljist slík rekstraryfirlit og efnahagsyfirlit gefa glögga mynd af afkomu og efnahag félagsins. Þessi heimild hefur gengið undir heitinu „hnappurinn“. Líklega teljast um 80% íslenskra félaga örfélög. Ársreikningaskrá skal gera þessum félögum kleift, við rafræn skil til skrárinnar, að nota innsendar upplýs- ingar til ríkisskattstjóra til að semja rekstraryfirlitið og efna- hagsyfirlitið. Ekki er skylt að skoðunarmaður yfirfari slík reikn- ingsyfirlit. Óljóst er hvert gildi hnappsins er, þ.e. hvort félög Hér er Sæmundur ásamt Hörpu Theódórsdóttur viðskiptafræðingi hjá ANR en þau héldu bæði erindi á Reikningsskiladegi FLE

x

FLE blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.