FLE blaðið - 01.01.2017, Qupperneq 23

FLE blaðið - 01.01.2017, Qupperneq 23
21FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2017 aFlandsFélög og lágskattasVæði Ágúst Karl Guðmundsson er skattalögfræðingur og Steingrímur Sigfússon er endurskoðandi, báðir starfa hjá KPMG Hugtökin aflandsfélag, skattaskjól og lágskattaríki hafa mikið verið notuð af fjölmiðlum undanfarin misseri. Það sem torveldar alla umræðu er að á heimsvísu er engin sameiginleg skilgreining á þessum hugtökum Hugtökin aflandsfélag, skattaskjól og lágskattaríki hafa mikið verið notuð af fjölmiðlum undanfarin misseri. Það sem torveld- ar alla umræðu er að á heimsvísu er engin sameiginleg skil- greining á þessum hugtökum. Aðeins hugtakið lágskattaríki er skilgreint í íslenskum skatta- lögum. Ákvæði um skattlagningu vegna erlends eignarhalds á lágskattasvæðum (oft nefndar CFC-reglur) var lögfest hér á landi á árinu 2009 og tók til tekna og eigna frá og með árinu 2010. Í lögskýringargögnum með lagafrumvarpinu kemur fram að tilgangur CFC-reglna sé að sporna gegn skattalegum ráð- stöfunum með aðild erlendra lögaðila sem hafa oft þann eina tilgang að komast undan eðlilegri skattlagningu hér á landi og grafa þannig undan innlendum skattstofni. Í þessari grein er stuðst við orðið „félag“ á lágskattasvæði en um getur verið að ræða í raun hvers konar félag, sjóð eða stofnun sem staðsett er í lágskattaríki. Aðalatriði CFC-reglnanna eru þau að ef íslenskur skattaðili á eða hefur umráð yfir félagi sem staðsett er á lágskattasvæði er við skattlagningu litið svo á að tekjur þessa aðila séu í reynd tekjur hins íslenska skattaðila og þær skattlagðar með öðrum tekjum hans. Í lögskýringar-gögnum með lögunum kemur fram að þessi aðferð sé í reynd hliðstæða þess sem gildir um skatt- lagningu sameignarfélags sem ekki er sjálfstæður skattaðili. nýir Félagar 2017

x

FLE blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.