FLE blaðið - 01.01.2017, Side 24
22 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2017
Reglurnar gefa tilefni til ritunar heillar bókar en í grein þessari
verður reynt að stikla á stærstu atriðunum og því sem greinar-
höfundum þykir sérstaklega áhugavert.
hVaða reglur gilda
Í íslenskri skattframkvæmd hefur ekki reynt mikið á CFC-
reglurnar. Lagagrundvöllinn er að finna í 57. gr. a laga nr.
90/2003, um tekjuskatt (TSL). Nánari skýringar á lögunum er
að finna í reglugerð nr. 1102/2013. Ríkisskattstjóri hefur einnig
birt þrjú ákvarðandi bréf, nr. 3/2009, 3/2010 og 1/2012 auk
leiðbeininga á heimasíðu sinni. Þá hefur yfirskattanefnd einu
sinni tekið á túlkun CFC-reglnanna í úrskurði nr. 155/2014 þar
sem nefndin staðfesti skilning kæranda um að honum hefði
verið heimilt að nýta tap sem myndaðist í dótturfélögum
sínum á lágskattasvæði á móti öðrum tekjum sínum. Athuga
ber þó að lagabreyting fór fram á árinu 2013 og nú er einungis
heimilt að nýta tap í CFC-félagi gegn framtíðarhagnaði þess
félags. Benda má aðilum á að tap sem myndaðist í CFC-
félögum a.m.k. á árunum 2011 og 2012 á að vera hægt að nýta
hjá íslenskum eiganda sínum. Hjá einhverjum aðilum gæti því
verið tilefni að taka upp skattskil vegna slíks ónotaðs taps.
beiting ákVæðisins
Íslenskir fjölmiðlar hafa rétt fyrir sér í þeirri afstöðu sem birtist
oft hjá þeim að telja öll félög sem stofnuð eru utan Íslands
aflands félög. Því í grunninn ef íslenskur skattaðili á erlent félag
getur slíkt félag talist vera aflandsfélag. Til að skoða hvort
ákvæðið eigi við um eignarhald viðkomandi aðila þarf að svara
eftirfarandi spurningum:
1. Er íslenskt eignarhald á erlenda félaginu til staðar á
árinu?
2. Er erlenda félagið staðsett í lágskattaríki?
3. Er undanþága til staðar frá því að félagið teljist vera
lágskattafélag?
Er íslenskt eignarhald á erlenda félaginu til staðar á árinu?
Ákvæðið á við þegar a.m.k helmingur eignarhalds er beint eða
óbeint í eigu íslenskra skattaðila eða stjórnunarleg yfirráð
þeirra hafa verið til staðar einhvern tíma innan tekjuársins.
Ekki skiptir máli hvort að hinir íslensku aðilar sem eiga í
félaginu séu tengdir eða hinir mestu óvinir. Það eina sem skipt-
ir máli er hvort að um íslenska aðila sé að ræða.
Þá er einnig gert ráð fyrir því að um óbeint eignarhald íslenskra
aðila á félagi í lágskattaríki geti verið að ræða. Því getur ákvæð-
ið átt við þrátt fyrir að lágskattafélagið sé í eignarhaldi íslenskra
aðila í gegnum keðju félaga.
Er erlenda félagið staðsett í lágskattaríki?
Lágskattaríki er ríki þar sem álagður tekjuskattur af hagnaði
félags, sjóðs eða stofnunar er í raun lægri en tveir þriðju hlutar
(nú 13,33%) af þeim tekjuskatti sem hefði verið lagður á hagn-
að lögaðilans hefði hann borið ótakmarkaða skattskyldu á
Íslandi. Þannig þarf við ákvörðun á hagnaði að leiða fram skatt-
stofn rekstrarins samkvæmt gildandi íslenskum skattalögum
um skattskyldu tekna og frádráttarbærni rekstrarkostnaðar og
eftir atvikum að teknu tilliti til sannanlegs rekstrartaps í þeim
rekstri. Raun samanburður þarf því alltaf að fara fram.
Er undanþága til staðar frá því að félag teljist vera
lágskattafélag?
Samkvæmt 4. mgr. 57. gr. a. TSL og 7. gr. reglugerðarinnar þá
er um tvennskonar undanþágur að ræða ef félag telst vera
CFC-félag. Annars vegar er undanþága ef félag er stofnað eða
skráð í EES-ríki, EFTA-ríki eða í Færeyjum. Til að undanþágan
eigi við er krafa um að um sé að ræða raunverulega atvinnu-
starfsemi hjá félaginu. Hvað telst vera raunveruleg atvinnu-
starfsemi veltur á viðkomandi starfsemi og heildarmati á
hverju tilfelli fyrir sig. Leiðbeiningar um hvað er m.a. skoðað í
því sambandi er lýst í 6. gr. reglugerðarinnar.
Hins vegar er um að ræða undanþágu sem getur átt við um
félög sem stofnuð eru alls staðar annarsstaðar í heiminum. Á
undanþágan við ef Ísland getur á grundvelli samnings sem það
hefur gert við lágskattaríkið fengið allar nauðsynlegar upplýs-
ingar (t.d. tvísköttunar- eða upplýsingaskiptasamningur). Einnig
er það skilyrði að helmingur tekna þess félags sem þar er
stofnað séu ekki eignatekjur. Í reglugerðinni virðist vera gengið
lengra en í lagaákvæðinu að því er varðar skilyrði fyrir undan-
þágu en þar er það gert að skilyrði að tekjurnar stafi af raun-
verulegri atvinnustarfsemi. Fer það ekki heim og saman við
kröfuna í lagaákvæðinu þar sem einungis er fjallað um eigna-
tekjur.
Eigi ofangreind ákvæði við og undanþágurnar taka ekki til
félagsins, er um félag á lágskattaríki að ræða sem sætir skatt-
lagningu hjá íslenskum eiganda sínum í hlutfalli við eignarhlut-
deild hans.
aFlétting tVÍsköttunar
Í ákvæðinu er ekki tekið á því hvort aflétta þurfi tvísköttun
vegna skattlagningar sem íslenskur aðili getur orðið fyrir við
beitingu ákvæðisins. Samkvæmt leiðbeiningum á heimasíðu
ríkisskattstjóra telur hann að einungis, ef ekki sé fyrir hendi
tvísköttunarsamningur milli Íslands og heimilisfestisríkis CFC-
félagsins, geti íslenskur skattaðili sótt um lækkun á tekjuskatti
hér á landi hafi skattur verið lagður á arðgreiðslu frá CFC-
félaginu í hinu erlenda ríki til íslenska aðilans. Hafi tekjurnar
sætt skattlagningu annarsstaðar þá komi ekki til álita að taka
tillit til þess við skattlagningu á Íslandi. Hugsa má sér eftirfar-
andi dæmi:
Í dæminu er gengið út frá því að íslenska félagið N eigi dóttur-
félag í ríkinu B sem svo á dótturfélag í ríkinu C sem síðan á
félag í ríkinu D. Félagið í ríkinu D telst vera CFC-félag skv.
íslensku reglunum. Þess ber að geta að ríkið B telur að félagið