FLE blaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 25

FLE blaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 25
23FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2017 í ríki D sé CFC-félag og beitir sínum CFC-reglum. Arðgreiðslur fara fram frá einu félagi til annars. Það er D greiðir arð til C, C greiðir svo arð áfram til B sem síðan greiðir arð til N. Mismunandi heimildir eru til afdráttarskattlagningar af arð- greiðslum í ríkjunum: Heildarskattlagning á tekjurnar getur því orðið 57,9. Telst það vart vera markmið CFC-reglnanna að skattleggja tekjur sem aflað er í lágskattaríki margfalt á við það sem gerist á Íslandi og taka ekkert tillit til skattgreiðslna sem farið hafa fram í öðrum ríkjum á sömu tekjur. Sem dæmi má taka að í norsku reglunum sem hinar íslensku eru byggðar á skal tekið tillit til þess skatts sem greiddur er í CFC-ríkinu. Greinarhöfundar eru ekki sammála þeirri túlkun ríkisskattstjóra að einungis skuli taka tillit til þess skatts sem lagður hefur verið af CFC-ríkinu á arðgreiðslu. Beiting ákvæðisins í takt við túlkun ríkisskattstjóra getur haft í för með sér margfalda skattlagningu og umtalsvert hærri skattlagningu en ef einungis væri um tekjur að ræða sem greiddur væri af skattur á Íslandi. lokaorð Með íslensku CFC-reglunum verður að meta það markmið að vilja skattleggja tekjur erlendra aðila eins og tekjur íslenskra eiganda þeirra væri um að ræða og þá staðreynd að reglurnar gera íslenskum fyrirtækjum erfiðara fyrir að stunda viðskipti erlendis vegna þess hversu óskýrar þær eru. Hefur skattaðilum þannig reynst erfitt að sjá hvort að fjárfestingar þeirra falli undir CFC-reglurnar eða ekki. Sú staðreynd að reglurnar eigi við um alla íslenska aðila sem taka þátt í fjárfestingunni ef eignarhald íslenskra aðila fer yfir 50% eða ef stjórnunarleg yfirráð eru einhvern tíma á árinu er ýmsum annmörkum háð. Mikil óvissa er til staðar hjá eigend- um allt árið hvort að þeir falla undir ákvæðið eða ekki. Eðlilegra væri að miða við stöðu eignarhalds og stjórnunarlegra yfirráða í upphafi og lok hvers árs eins og gert er nú í norsku reglunum. Skilgreining á lágskattaríki er einnig ófyrirsjáanleg og er hún því mjög sveigjanleg og háð mati skattyfirvalda. Sérstaklega þegar horft er til raunskattlagningar við matið. Með löggjöfinni er verið að skerða samkeppnishæfni íslenskra aðila þegar íslenskar skattareglur og skatthlutföll eru sett sem ákveðið viðmið við fjárfestingar íslenskra aðila í erlendum félögum. Ef félög sem íslenskir aðilar fjárfesta í teljast vera CFC félög eru tekjur sem aflað er af hinu erlenda félagi skatt- lagðar í samræmi við íslenskar skattareglur á meðan önnur félög sem stunda atvinnurekstur í lágskattaríkinu eru einungis skattlögð samkvæmt þeim reglum sem í gildi eru í lágskatta- ríkinu. Ljóst er að beiting ákvæðisins er umtalsverðri óvissu háð og verður því að ítreka eina af undirstöðum réttarríkisins sem er að óljósar skattareglur verður að túlka skattgreiðanda í hag. Ágúst Karl Guðmundsson og Steingrímur Sigfússon Ríki D Ríki C Ríki B Ísland Skattskyldar tekjur 100,0 0,0 100,0 100.0 Skatthlutfall 10% 10% 25% 20% Fyrirtækjaskattur 10,0 0,0 25,0 20,0 Takmörkun tvísköttuna (10,0) (10,0) Móttekin arður 81,0 72,9 52,1 Úthlutaður arður 90,0 81,0 57,9 Skatthlutfall - afdráttar- skattur 10% 10% 10% Afdráttarskattur 9,0 8,1 5,8 Heildarskattgreiðslur 19,0 8,1 20,8 10,0

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.