FLE blaðið - 01.01.2017, Síða 26

FLE blaðið - 01.01.2017, Síða 26
24 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2017 Gerð nýs leigustaðals hefur verið langt ferðalag og Alþjóðlega reikningsskilaráðið (IASB) hefur millilent nokkrum sinni á leið- inni áður en það komst að lokum á áfangastað í janúar 2016 með útgáfu IFRS 16 Leigusamningar. Staðallinn sem tekur gildi fyrir reikningsskilatímabil sem hefjast 1. janúar 2019 eða síðar mun leysa af hólmi IAS 17 Leigusamningar. Evrópusambandið hefur ekki samþykkt staðalinn, en þess er að vænta að hann verði samþykktur á síðari hluta árs 2017. Innleiðing fyrir gildis- tökudag verður heimil (eftir samþykki EU) fyrir félög sem einnig hafa innleitt IFRS 15 Tekjur af samningum við viðskiptavini. Samkvæmt núgildandi staðli IAS 17 getur reikningshaldsleg meðferð leigusamninga verið á tvo vegu eftir því hvort samn- ingur fellur undir skilgreiningu á rekstrar- eða fjármögnunar- leigu. Flokkunin veltur á því hvort verulegur hluti áhættu og ávinnings af leigueigninni flytjist til leigutaka og gefur staðallinn leiðbeiningar um til hvaða atriða skuli horfa við slíkt mat. Ef verulegur hluti áhættu og ávinnings af leigueigninni flyst með skilmálum leigusamnings til leigutaka, er um fjármögnunarleigu að ræða. Allir aðrir leigusamningar eru svo skilgreindir sem rekstrarleiga. Í IFRS 16 eru settar fram nýjar leiðbeiningar um reikningshalds- lega meðferð leigusamninga í reikningsskilum leigutaka og leigusala. Mest verður breytingin fyrir leigutaka sem gert hafa rekstrarleigusamninga samkvæmt skilgreiningu IAS 17. Með innleiðingu IFRS 16 verður leigutökum nefnilega gert skylt að færa alla leigusamninga í efnahagsreikning þar sem núvirði lágmarksleigugreiðslna er eignfært sem nýtingarréttur á móti leiguskuld. Reikningshaldsleg meðferð eftir upphaflega skrán- ingu er svo lík þeirri sem beitt er fyrir fjármögnunarleigusamn- inga samkvæmt IAS 17, þ.e. nýtingarrétturinn er afskrifaður á iFrs 16 - leigusamningar Signý Magnúsdóttir, endurskoðandi og Helgi Einar Karlsson, endurskoðandi, bæði starfa hjá Deloitte

x

FLE blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.