FLE blaðið - 01.01.2017, Page 31

FLE blaðið - 01.01.2017, Page 31
29FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2017 Meðal lífaldur þeirra endurskoðenda sem eru starfandi í atvinnulífinu og í endurskoðun er 50 ár. Hlutfall þeirra félagsmanna sem starfa í atvinnulífinu eða í endurskoðun er nokkuð jafnt í aldurshópunum á milli 31 og 60 ára aldurs, en 65% þeirra sem eru á því aldursbili starfa við endurskoðun. Kynjaskipting í félaginu er enn ójöfn en kvenkyns félagsmenn eru 96 talsins eða fjórðungur félagsmanna, en þó hefur hlutur kvenna farið vaxandi og er hlutfallið komið í 35% ef horft er til endurskoðenda á aldrinum 31 – 50 ára. Það er einnig ánægjulegt að kynjahlutfall þeir tíu einstaklinga sem stóðust löggildingarpróf í haust var jöfn. Ef horft er á kynjaskiptingu karla og kvenna sem starfa í endurskoðun eftir því hvort viðkomandi starfar hjá fjórum stærstu stof- unum eða öðrum endurskoðunarstofum sést að 80% kvenna starfa hjá fjórum stærstu stofnum en 54% karla. Konur eru því hlutfallslega mun fjölmennari á stærstu stofunum. Ingvi Björn Bergmann

x

FLE blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.